Salka Valka 19-10-2005
Eins og kemur fram hér í færslunni á undan að þá fór ég á sýninguna Sölku Völku í borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þessi sýning er leikstýrð af Eddu Heiðrúnu Backmann. Edda er eins og flestum ætti að vera kunnugt um að glíma við MND sjúkdóminn og var sýningin í gær styrktarsýning fyrir MND samtökin á Íslandi. Verð ég að hrósa Leikhússtjóra, leikurum og öllum þeim sem komu að sýningunni í gær á einn eða annan hátt því allir hluteigandi aðilar gáfu vinnu sína.
En að sýningunni. Salka Valka er leikrit byggt á samnefndri bók nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, leikgerðina gerði Hrafnhildur Hagalín. Salka Valka er ekki falleg sýning, hún gefur ekki bjarta mynd af íslandi og er svo sannarlega ekki upplífgandi en það er samt eitthvað sem heillar við þessa sögu, hún er lýsandi fyrir mannlífið á Íslandi í litlu sjávarþorpi sem byggist upp á einum manni og hans umsvifum. Sagan á að mörgu leyti við íslenskt þjóðfélag í dag og margt sem er að viðgangast í dag á íslandi, átti sér stað fyrir mörgum áratugum síðan, en sagan gerist snemma á fyrri hluta aldarinnar ( held ég nokkuð örrugglega, er ekki viss um ártöl )
Leikaranir eru svo sannarlega að standa fyrir sínu. Ilmur Kristjánssdóttir leikur Sölku Völku og gerir það með stakri prýði. Salka kemur sem ferskur vindblær inn í þetta litla afskekkta þorp sem Óseyri svo sannarlega er, hún berst gegn stöðluðum ímyndum um kvennfólk og fer að vinna og að ganga í buxum, hún umbyltir þjóðfélaginu og stendur uppi sem sjálfstæður einstaklingur ( Að einhverju leyti). Held að ég verði að segja að Ilmur er orðin ein af mínum uppáhaldsleikkonum og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni
Ellert Ingimundarsson leikur Steinþór, mann sem gerist stjúpi Sölku eiginlega strax í byrjun sögunar. Steinþór er fyllibytta og sjómaður, maður með stóra drauma um að henda Jóhanni Bogesen út á hafsauga. Ellert var svoldið "villtur" á sviðinu til að byrja með, en óx ásmeginn með hverri senu
Halldóra Geirharðs leikur Sigurlínu, mömmu Sölku. Sigurlína er aumingj, sem þorir ekki að standa á sínu, og lætur fara með sig eins og hverja aðra tusku. Hún er sífellt að reyna að höndla hamingjuna og notar trú á Jesú og svo hina vafasömu karlmenn til skiptis. Halldóra gerir virkilega vel og má vel við una.
Sveinn Geirsson leikur Arnald. Arnaldur er drengur tveim árum eldri en Salka, kynnist taka með þeim er Arnaldur er fenginn til að kenna henni að lesa. Samband þeirra einkennist af tilfinningarugli unglingsárana og endar í bili er Arnaldur fer suður að læra. Kynni takast með þeim aftur er Arnaldur kemur heim til óseyrar, þá fullorðinn maður, mikið sigldur, búinn að fara um heimsins höf og kynnast hugsjónum heimsins á þeim tíma, kommúnismanum. Sveinn gerir virkilega vel og naut sín greinilega á sviðinu.
Sýningin er eins og áður segir þung og full af miður fallegum atburðum, Edda kann svo sannarlega að leikstýra og það sést, en mér finnst það samt ekki alveg nóg. Tónlistin er rosalega flott, sviðsmyndin er svona lala. Það sem stendur uppúr er frábær leikur og þess vegna mæli ég með þessari sýningu fyrir hvern sem er, en ekki búast við því að þú sért að fara að sjá skemmtilega sýningu, enda er það ekki nauðsyn að sýningar þurfi endilega að vera skemmtilegar!!!
Verð að minnast á Theodor Júlísson og vinkonu mína hana Guðrúnu Ásmundsdóttur í hlutverkum Eyjólfs Blinda og Steinunni gömlu, voru þau tvö virkilega frábær og Theodór var hreint út sagt æðisgengin.
Síðan vinsamleg tilmæli til þeirra sem fara í leikhús. Sýnið -öðrum leikhússgestum þá lámarkss kurteysi að tala ekki saman á meðan sýningu stendur, reynið að halda því inní ykkur að tala með leikritinu og því sem gerist næst á sviðinu. Ástæða þess að ég minnist á þetta er sú, að fyrir aftan mig voru tvær konur sem töluðu með leikritinu allan tímann, s.b.r. "nú slær hann hana" Þetta er virkilega leiðingjarnt
þannig að
stay tuned
fimmtudagur, október 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Var ekki bara önnur þeirra blind??
Neibbs....svo var ekki.
Salka Valka gerist á fyrri hluta síðustu aldar Matti minn!!! Bara svona til að hafa það á hreinu. Og það var Eyjólfur gamli sem var blindur og enginn annar.
Ég sá frumsýninguna á Sölku og fannst hún æðisleg... ekki skemmtileg sýning eins og þú orðar það en hún snertir við manni. Ég væri til í að sjá hana aftur og mæli með henni fyrir hvern sem er.
Hehehehe....veit ég það vel Þóra mín, þetta bara kom vitlaust út, átti að standa síðustu aldar:)
ég held að ég hafi ekki sagt að það hafi verið einhver annar sem væri blindur, ef það hefur komið út þannig að þá er það auðvitað rangt, en ég tek undir það með þér að ég væri til í að sjá sýninguna aftur, vonandi þá án þess að hafa tvær konur á besta aldri fyrir aftan mig að blaðra
Hvar er Matti???? Hmmmm???
Það varst ekki þú sem sagðir að einhver annar væri blindur heldur kom það í kommentinu frá Grjóna sem spurði hvort ekki hefði bara önnur þeirra verið blind....
En já... hvernig væri að blogga?
Skrifa ummæli