Fékk miða...jei
Ég hringdi í morgun í borgarleikhúsið til að tékkja á því hvort uppselt væri á Sölku Völku í kvöld, styrktarsýninguna fyrir MND samtökin, konan í miðasölunni tjáði mér að svo væri og engar líkur á að það myndi losna miðar. Ok ég varð svoldið svekktur en ákvað að bara taka því, hefði átt að hugsa um þetta fyrr. En síðan þegar ég var búinn að vinna að og er á leiðinni á súffistann, þar sem ég sit núna, að þá kom það í hausinn á mér að tékkja á þessu, hringja aftur og athuga hvort ég yrði heppinn, ég gerði það og vitir menn, það var miði í eintölu laus og ég var ekki lengi að taka því. Þannig að ég er að fara á Sölku Völku og ekki sakar að það er í þágu góðs málefnis:)
Mig hlakkar mikið til og mun skrifa stutta gagnrýni um sýninguna í kvöld eða á morgun
Þannig að
Stay tuned
miðvikudagur, október 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Heyrru kjáni....
ÉG hlakka til ekki MIG...
Sorry en ég varð að koma þessu að...
Skrifa ummæli