Mýrin og lélegasti kanaspilari í heimi
Ég og Beta fórum á föstudagskvöldið á Mýrina í Smárabíó. Ég er búinn að bíða svoldið spenntur eftir þessari mynd og hlakkaði mig til þess að sjá hvernig hún kæmi út, get ég ekki annað sagt að ég sé mjög sáttur bara. Mér finnst hún rosalega flott, útlit og tónlist og klipping og síðast en ekki síst leikurinn.
Ingvar E. Sigurðsson er sá allra besti leikari sem við eigum og er hreint með ólíkindum að þessi maður skuli ekki vera orðin stórstjarna. Hann er rosalegur og brillerar í hverju verkinu á fætur öðru.
Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Evu Lind og gerir það bara rosalega vel. Sýnir það og sannar með þessu að hún er sú efnilegasta leikkona sem við eigum um þessar mundir og pælið í því að hún er gjörsamlega ólærð. Gerir þetta með bravúr.
Björn Hlynur Haraldsson leikur Sigurð Óla og gerir vel, hefur alltaf fundist Sigurður Óli frekar leiðinlegur af hálfu höfundar, en Björn Hlynur gæðir hann húmor og nettum hroka. Flott.
Ólafía Hrönn leikur Elínborgu. Sleppur vel frá sínu.
Atli Rafn leikur Örn og mikið andsk gerir hann það vel. Virkilega flott.
Theodór Júlíusson leikur síðan Elliða og hrikalega er hann flottur leikari þessi. Minnist ekki þess að hafa séð hann leika áður, en það er að öllum líkindum vitleysa hjá mér því að hann er búinn að vera að leika í Borgó í mörg ár. En algjör snilld.
Gef þessari mynd 4 * af 5 mögulegum ( hún slær ekki út BÖRN )
Varðandi BÖRN......ég er hneikslaður á því að ekki skuli fleiri vera búnir að sjá þá mynd, miðað við krítikina sem hún er búin að fá að þá eiga 30 þús manns allavega að sjá hana í BÍÓ...Drullist í bíó og sjáið hana.
Spilaði Kana í gær....gekk vel til að byrja með og lengi framan af, var efstur og eitthvað.....fór síðan niður um tæp 300 stig á nokkrum spilum og tapaði.
Hugsa að ég sé versti kanaspilari ever
Þannig að
Stay tuned
Ps: Drullist til þess að sjá Börn í Bíóhúsum borgarinnar
mánudagur, október 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli