Farvel London Farvel
Nú er síðasta helgin mín í London ( í bili ) að líða. Ég og Beta tókum okkur til og fórum á hótel þessa síðustu helgina mína/okkar hér. Erum á radisson sas hóteli rétt hjá Tottenham Court Road, rosa flott hótel og alles. Fórum í gær á We Will Rock You söngleikinn. Hef skrifað um hann hér áður ( enda var ég að fara á hann í 3 skiptið ) og mikið rosalega er þetta skemmtilegur söngleikur, maður þekkir auðvitað öll löginn og allt það, og síðan bætist það við að þetta eru massa skemmtilegir karakterar í þessari sýningu. Maður verður sko ekki svikinn af því að fara á hana. Og ef það er einhver sem er þarna úti sem á nóg af peningum og vill endilega framleiða og setja upp söngleik, að þá er þetta söngleikur sem er við allra hæfi.
Er spurður að því í commentakerfinu af litla frænda mínum, við síðustu færslu afhverju ég er á leið heim? Ég kannski mun svara þessari spurningu hér einhverntímann, en mun ekki gera það eins og staðan er í dag. Eina sem ég hef um það að segja á þessari færslu er það að ég er MJÖG SÁTTUR við þessa ákvörðun mína og hlakka til að koma heim:)
Annars er það að frétta að ég er að fara á Hamskipti í Lyric Theatre sem Gísli Örn leikstýrir og Ingvar E og Nína Dögg leika í. Það verður vonandi cool.
Þannig að
Stay Tuned
laugardagur, október 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
var ad horfa a tekinn. thetta er bara fint hja audda
kv joel
Skrifa ummæli