Er að leika mér að breyta til.....enda kominn tími á það ekki satt
Ég er búinn að vera með þessa síðu nú síðan í ágúst 2003 og hef svo sannarlega verið missvirkur hér í skrifum en það horfir nú til batnaðar eftir að hafa verið í dágóðri pásu upp á síðkastið.
Ég er kominn með nýja vinnu, en ég bregð ekki út af vananum frekar en fyrri daginn og segi því ekki hvar ég er að vinna. Allavegana ekki hér sjáiði til.
Annars er bara allt gott að frétta af mér, ég er hress og kátur og líður vel á Íslandinu. Ég er búinn að vera að bræða það með mér hvort að ég eigi að vera að gefa það upp hér á þessari síðu afhverju ég kom heim. Eftir að hafa hugsað þetta vel og vandlega tók ég þá ákvörðun að gera það ekki. Mun kannski gera það eftir einhvern tíma og þá er ég að tala um mánuði jafnvel ár í þeim efnum.
Félagi Össur: http://www.ossur.hexia.net stóð sig vel í prófkjörinu og það gerði Ágúst Ólafur einnig og er ég ánægður með það. Það sem ég er ekki ánægður með er það að fólk og þá aðallega fjölmiðlafólk hefur verið að gera lítið úr árangri Samfylkingarinnar og formanns í þessum prófkjörum. Hvað á það að þýða!!!
Ingibjörg fékk góða og flotta kosningu í 1 sætið og var ekki við öðru að búast, enda standa flokksmenn að baki sínum foringja. Síðan eru allir að tala um það að það sé ekki nóg endurnýjun.....common...það voru allir þingmenn samfylkingarinar sem bjóða sig fram og auðvitað er það bara til marks um það að kjósendur eru ánægðir með þeirra störf.
Tek undir orð Jens Castro http://www.jenssigurdsson.com hættum þessu bulli samfylkingarfólk, tökum ekki mark á orðum missgáfaðra fjölmiðlunga og þjöppum okkur saman þannig að sigur megi nást í vor og koma okkur í stjórn þessa lands. Fólkið í landinu þarf á því að halda!!!!!
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli