Hittingur hjá leiklistarfólki.....Framsókn í dauðateygjunum.....
Sit hér á Hressó og er að bíða eftir að fólkið sem er að fara í Rose Bruford í haust komi, allavega hluti þeirra. Við erum nefnilega nokkur sem vorum það heppin að komast inn. Við erum víst 4 talsins sem komumst inn á European Theatre Arts brautina, það verður fínt að hafa svona smá "support" til að byrja með.
Annars er það að frétta að ég og Jóel eða Joel eins og hann vill víst láta kalla sig í United Kingdom erum komnir með íbúð, tökum við pleisinu sem Siggi og Viktor eru í.
Framsóknarflokkurinn er að takast það sem Grjóni vinur minn óskar sér heitt....að hverfa af vettfangi íslenskra stjórnmála. Það á auðvitað að slíta þessari blessuðu ríkisstjórn og boða til kosninga. Hún er ekki starfhæf, ekki undir nokkrum kringumstæðum.
Annars er ég að velta fyrir mér....datt þetta bara í hug fyrir nokkrum sek.....hvað á ég að kalla mig úti...ég meina Jóel vill kalla sig Joel....á ég að vera bara Matti...eða Matt....eða Matt Gifler ( einkahúmor ) eða Matthías....eða Matthew......Þið ráðið.
Setjið svör í commentakerfið
Þannig að
Stay tuned
Ps: ÍA vann loksins
fimmtudagur, júní 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég ætla að kalla þig Michael eða Bobby
Það var ekkert option Kári!!!!
Skrifa ummæli