miðvikudagur, júní 21, 2006

Kallinn byrjaður á átaki.....



Svona kem ég til með að líta út eftir mánuð......jæja ok kannski ekki alveg svo gróft. En ég semsagt er byrjaður í líkamsrækt í Hreyfingu. Er með einkaþjálfa og allann pakkann, verð hjá henni Addý 3var í viku næsta mánuðinn og síðan sé ég til.

Fyrsta skiptið var í dag og er ég að deyja í öxlunum, en það var það sem hún var að láta mig vinna í í dag. Mér lýst bara vel á þetta, hún virðist vita um hvað hún er að tala og svona, þannig að vonandi verður það þannig að þegar ég byrja í skólanum að ég meiki það sem um er að vera þar.

Annars er ég líka að skrifa þetta hér til þess að ég hafi ákveðið aðhald sjálfur......

þannig að

Stay tuned

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Láttu þig dreyma... þú verður alltaf horrengla :Þ