Glæpur gegn diskóinu......Mikki Torfa og Jónas hætta....inntökupróf.....
Ég fór með hóp af krökkum úr stúdó á sýninguna sem Aggi ( Agnar Jón Egilsson ) er að setja upp í Borgarleikhúsinu. Fyrir ykkur sem ekki sem vitið hver Aggi er, að þá er hann leikstjóri/leikari og hann leikstýrði stúdó t.d. fyrir áramót. En hann semsagt er að setja upp þessa sýningu ásamt samnemendum sínum úr leiklistarskólanum, þeim Friðriki Friðrikssyni, Guðmundi Inga Þorvaldssyni og Ólafi Darra Ólafssyni og þeir skipa leikhópinn Steypibaðsfélagið Stútur, sem var stofnaður í kringum tíðar sturtuferðir nemenda leiklistarskólans:)
Þetta er semsagt sýningin Glæpur gegn diskóinu. Þetta er nokkuð sérstök sýning, hún er byggð þannig upp að þeir þrír leikarar, Frikki, Gummi og Darri, koma fram hver í sínu lagi með hvern sinn monolog. Frikki byrjar og er á sviðinu í 45 min c.a. og síðan er hlé í 10 min, síðan kemur Gummi og er í 45 min c.a og síðan Darri í endamonolognum og er í 55 min c.a. Með þeim á sviðinu er tónlistarmaður sem sér um tónlistina og kemur með einstaka comment. Skemmtistaðurinn kaffi löve spilar rullu í þessu leikriti og ég get í raun og veru ekki sagt mikið um sýninguna vegna þess að fólk verður eiginlega að sjá það sjálft.
Þess vegna mun ég í raun bara aðeins fara yfir leikarana og þeirra frammistöðu. Verð þó að taka það fram að ég fór á genaralprufu ( Aðalæfingu ) Eins og áður sagði að þá byrjar Frikki sýninguna. Hann leikur "nagla" og það mætti kannski setja út á það, því hann hefur kannski ekki alveg líkamlega burði til þess að vera svona "nagli" Hann er ekkert sérstaklega heillandi karekter sem Frikki er að leika. En hann gerir það bara nokkuð vel.
Gummi kemur svo næstur á svið, ég hef ekkert verið í gegnum tíðina eitthvað rosalegur hrifinn af honum sem leikara en vá hvað hann er rosalega góður í þessari sýningu...vá. Gummi leikur ansi skemmtilegan karakter, mann sem er eitthvað svo "einfaldur" og skrítinn. Monologinn hans er sá fyndnasti í sýningunni tvímælalaust og Gummi er stjarnan.
Ólafur Darri lokar svo sýningunni. Darri er einn af mínum uppáhaldsleikurum. Stór og mikill maður með mikla rödd og bros hans nægir til þess að maður hlær innilega. Darri leikur mann sem er gítarleikari og gerir það nokkuð vel, þó hefði ég viljað sjá hann sem fyrsta karakter, því hann hefur lúkkið í naglann en hann gerir sitt vel eins og hans er von og vísa.
Ég mæli með þessari sýningu...***1/2 af ***** mögulegum.
Mikki og Jónas sáu sóma sinn að hætta sem ritstjórar Dv, hvort að það er að sjálfstæðu eða hvað læt ég liggja á milli hluta. En þeir hefðu mátt gera það áður en þeir komu með lúalega tilraun til þess að verja sína drullublaðamennsku.
Inntökuprófin í LHÍ eru á næsta leyti, mun ég reyna enn og aftur. Í 4 skiptið ( Fullreynt í fjórða ) síðan 2001. Nú síðustu tvö skiptin hef ég komist í lokaúrtökuhópinn og vona ég að ég komist inn í þetta skiptið, án þess að ég sé að segja að fyrri árángur sé ávísun á það...alls ekki. Nú er bara um að gera að koma frískur og vel undirbúinn til leiks og vona að gæfan falli með manni.
þannig að
Stay tuned
föstudagur, janúar 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú kemst inn núna ... ÉG VEIT ÞAÐ!!!!
Skrifa ummæli