smá tilraun til bókaskrifa, ef ykkur líkar,látið þá vita í commentum og þá held ég áfram, látið líka vita ef þetta er ekki nógu skemmtilegt
Horft fram á við
Ég veit ekki hvað það er sem gerir það að verkum að ég tók hlutunum svona vel, ég meina að með öllu réttu hefði ég átt að verða alveg snarvitlaus. En ég tók einhverja hluta vegna ákvörðun um að gera það ekki, heldur bara halda kúlinu..þrátt fyrir allann viðbjóðin sem kom frá henni, allar ásakanirnar og ég veit ekki hvað. Þarna stóð hún, Helga ástin í lífi mínu og sagði mér að hún væri búinn að vera að hitta annan mann til lengri tíma og að ég skildi drulla mér út og það á stundinni, og ég gæti bara sjálfum mér um kennt. Sjálfum mér um kennt….hvað átti hún við með því…það skildi ég ekki alveg. Jú hún útskýrði það sko fyrir mér, á meðan ég var upptekinn að því að skapa sjálfum mér nafn í þjóðfélaginu sem næsta þjóðarstjarna íslendinga á sviði lista, og þá á sviði leiklistar að þá hafði ég sko engan tíma fyrir hana og lét hana sitja á hakanum, þannig að hún fór bara og leitaði eitthvað annað, þetta var bara meira en nóg, hún þoldi þetta á meðan ég var í skólanum að klára námið, að ég skildi aldrei vera heima og alltaf upptekinn við hitt og þetta og öll loforðin um að þetta myndi verða öðruvísi þegar skólinn væri búinn og ég gæti þá bara slappað af og atvinnutilboðin myndu streyma inn.
Eins og ég segi að þá tók ég þessu bara nokkuð vel finnst mér, ég bara sagði já ok, fyrst að þú endilega vilt hafa þetta svona að þá skal það verða sagði ég bara og fór og tók saman föggur mínar, það er að segja föt og tannbursta og dreif mig heim til hans Kára bekkjarbróður míns og þar sit ég núna og fer yfir þessa atburði í huganum. Og ég held að ég sé kominn með svarið hvers vegna ég hafi tekið þessu svona vel….jú í huganum var ég að plana hvernig þetta kæmi út á forsíðu SÉÐ OG HEYRT……..og ég sá alveg fyrirsögnina maður….ÁSTIN KULNAÐI HJÁ LEIKLISTARSTJÖRNUNNI JÓNATANI HALLFREÐS OG FEGURÐARDROTTNINGUNNI HELGU GUNNARSS.
Daginn eftir
Þegar ég vaknaði í morgun að þá var það mitt fyrsta verk að hringja í SÉÐ OG HEYRT. –Já ég heiti Jónatan Hallfreðs leikari, gæti ég fengið að tala við ritstjórann. – já augnablik ég skal gefa þér samband. – Já Gunnar hér. – Sæll Gunnar, Jónatan Hallfreðs hér. – Sæll Jónatan, hvað er svo að frétta af skærustu stjörnunni í dag. – Já þannig er nú mál með vexti að ég og Helga stöndum í skilnaði og mér datt í hug hvort að þú vildir birta eitthvað um það. Um leið og ég sleppti orðunum fann ég hvernig Gunnar lyftist á loft í stólnum og hausinn kominn á stað. – Hvað segiru kallinn minn, skilnaður….það er nú ekkert smá mál, ertu viss um að þú viljir að þjóðin sé að lesa um þennan leiðindaratrburð. Þetta var auðvitað bara fyrirsláttur í kallinum, reyna að halda einhverskonar virðingu á meðan hver einasti maður veit að hann og hans þjónar liggja í leyni til að komast að einhverju bitastæðu um okkur fallega og fræga fólkið.
mánudagur, október 31, 2005
Hvar er Valli........
Hver man ekki eftir Valla bókunum...algjör snilld bara:) Langt er liðið síðan ég ritaði hér á þessari vef dagbók sem kallast í daglegu tali blogg. Margir spurja sig hví svo sé...hefur eitthvað komið fyrir...er hann búinn að missa ástríðuna fyrir því að deila lífi sínu með sínum tryggu lesendum...hví ó guð hví....
Að öllu gríni og vitleysu slepptu að þá hef ég verið bara með hugann við annað síðustu daga...eins og t.d. Blóðbergið sem stefnir í það að verða ein sú magnaðasta sýning sem sett hefur verið upp á íslandi.....( jæja ok, kannski ekki svo sterkt til orða tekið...og þó....jú gerum það bara ) En við frumsýnum leikritið eftir nokkra daga...verður sýnt í loftkastalanum og hvet ég alla til að koma og sjá:)
En ég fór um daginn á Halldór í Hollywood og fannst mér bara nokkuð gaman af....það er skemmtileg sýning....
Er líka búinn að vera að vinna alla þessa viku og búinn að vera í smá stress kasti yfir öllu þessu veseni mínu, .þ.e.a.s að vera að vinna og leika og þurfa að biðja fólk um að hlaupa í skarðið fyrir mig...Grjóni...þú átt heiður skilið fyrir hjálpina
Annars er bara allt í góðu...er að fara að flytja inn í íbúðina einhverntíman þegar ég hef tíma til, vonandi fljótlega:) Já ég er semsagt búinn að fá hana afhenta aftur og það án galla:)
Læt ykkur vita með framgang mála
þannig að
stay tuned
Hver man ekki eftir Valla bókunum...algjör snilld bara:) Langt er liðið síðan ég ritaði hér á þessari vef dagbók sem kallast í daglegu tali blogg. Margir spurja sig hví svo sé...hefur eitthvað komið fyrir...er hann búinn að missa ástríðuna fyrir því að deila lífi sínu með sínum tryggu lesendum...hví ó guð hví....
Að öllu gríni og vitleysu slepptu að þá hef ég verið bara með hugann við annað síðustu daga...eins og t.d. Blóðbergið sem stefnir í það að verða ein sú magnaðasta sýning sem sett hefur verið upp á íslandi.....( jæja ok, kannski ekki svo sterkt til orða tekið...og þó....jú gerum það bara ) En við frumsýnum leikritið eftir nokkra daga...verður sýnt í loftkastalanum og hvet ég alla til að koma og sjá:)
En ég fór um daginn á Halldór í Hollywood og fannst mér bara nokkuð gaman af....það er skemmtileg sýning....
Er líka búinn að vera að vinna alla þessa viku og búinn að vera í smá stress kasti yfir öllu þessu veseni mínu, .þ.e.a.s að vera að vinna og leika og þurfa að biðja fólk um að hlaupa í skarðið fyrir mig...Grjóni...þú átt heiður skilið fyrir hjálpina
Annars er bara allt í góðu...er að fara að flytja inn í íbúðina einhverntíman þegar ég hef tíma til, vonandi fljótlega:) Já ég er semsagt búinn að fá hana afhenta aftur og það án galla:)
Læt ykkur vita með framgang mála
þannig að
stay tuned
fimmtudagur, október 20, 2005
Salka Valka 19-10-2005
Eins og kemur fram hér í færslunni á undan að þá fór ég á sýninguna Sölku Völku í borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þessi sýning er leikstýrð af Eddu Heiðrúnu Backmann. Edda er eins og flestum ætti að vera kunnugt um að glíma við MND sjúkdóminn og var sýningin í gær styrktarsýning fyrir MND samtökin á Íslandi. Verð ég að hrósa Leikhússtjóra, leikurum og öllum þeim sem komu að sýningunni í gær á einn eða annan hátt því allir hluteigandi aðilar gáfu vinnu sína.
En að sýningunni. Salka Valka er leikrit byggt á samnefndri bók nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, leikgerðina gerði Hrafnhildur Hagalín. Salka Valka er ekki falleg sýning, hún gefur ekki bjarta mynd af íslandi og er svo sannarlega ekki upplífgandi en það er samt eitthvað sem heillar við þessa sögu, hún er lýsandi fyrir mannlífið á Íslandi í litlu sjávarþorpi sem byggist upp á einum manni og hans umsvifum. Sagan á að mörgu leyti við íslenskt þjóðfélag í dag og margt sem er að viðgangast í dag á íslandi, átti sér stað fyrir mörgum áratugum síðan, en sagan gerist snemma á fyrri hluta aldarinnar ( held ég nokkuð örrugglega, er ekki viss um ártöl )
Leikaranir eru svo sannarlega að standa fyrir sínu. Ilmur Kristjánssdóttir leikur Sölku Völku og gerir það með stakri prýði. Salka kemur sem ferskur vindblær inn í þetta litla afskekkta þorp sem Óseyri svo sannarlega er, hún berst gegn stöðluðum ímyndum um kvennfólk og fer að vinna og að ganga í buxum, hún umbyltir þjóðfélaginu og stendur uppi sem sjálfstæður einstaklingur ( Að einhverju leyti). Held að ég verði að segja að Ilmur er orðin ein af mínum uppáhaldsleikkonum og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni
Ellert Ingimundarsson leikur Steinþór, mann sem gerist stjúpi Sölku eiginlega strax í byrjun sögunar. Steinþór er fyllibytta og sjómaður, maður með stóra drauma um að henda Jóhanni Bogesen út á hafsauga. Ellert var svoldið "villtur" á sviðinu til að byrja með, en óx ásmeginn með hverri senu
Halldóra Geirharðs leikur Sigurlínu, mömmu Sölku. Sigurlína er aumingj, sem þorir ekki að standa á sínu, og lætur fara með sig eins og hverja aðra tusku. Hún er sífellt að reyna að höndla hamingjuna og notar trú á Jesú og svo hina vafasömu karlmenn til skiptis. Halldóra gerir virkilega vel og má vel við una.
Sveinn Geirsson leikur Arnald. Arnaldur er drengur tveim árum eldri en Salka, kynnist taka með þeim er Arnaldur er fenginn til að kenna henni að lesa. Samband þeirra einkennist af tilfinningarugli unglingsárana og endar í bili er Arnaldur fer suður að læra. Kynni takast með þeim aftur er Arnaldur kemur heim til óseyrar, þá fullorðinn maður, mikið sigldur, búinn að fara um heimsins höf og kynnast hugsjónum heimsins á þeim tíma, kommúnismanum. Sveinn gerir virkilega vel og naut sín greinilega á sviðinu.
Sýningin er eins og áður segir þung og full af miður fallegum atburðum, Edda kann svo sannarlega að leikstýra og það sést, en mér finnst það samt ekki alveg nóg. Tónlistin er rosalega flott, sviðsmyndin er svona lala. Það sem stendur uppúr er frábær leikur og þess vegna mæli ég með þessari sýningu fyrir hvern sem er, en ekki búast við því að þú sért að fara að sjá skemmtilega sýningu, enda er það ekki nauðsyn að sýningar þurfi endilega að vera skemmtilegar!!!
Verð að minnast á Theodor Júlísson og vinkonu mína hana Guðrúnu Ásmundsdóttur í hlutverkum Eyjólfs Blinda og Steinunni gömlu, voru þau tvö virkilega frábær og Theodór var hreint út sagt æðisgengin.
Síðan vinsamleg tilmæli til þeirra sem fara í leikhús. Sýnið -öðrum leikhússgestum þá lámarkss kurteysi að tala ekki saman á meðan sýningu stendur, reynið að halda því inní ykkur að tala með leikritinu og því sem gerist næst á sviðinu. Ástæða þess að ég minnist á þetta er sú, að fyrir aftan mig voru tvær konur sem töluðu með leikritinu allan tímann, s.b.r. "nú slær hann hana" Þetta er virkilega leiðingjarnt
þannig að
stay tuned
Eins og kemur fram hér í færslunni á undan að þá fór ég á sýninguna Sölku Völku í borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þessi sýning er leikstýrð af Eddu Heiðrúnu Backmann. Edda er eins og flestum ætti að vera kunnugt um að glíma við MND sjúkdóminn og var sýningin í gær styrktarsýning fyrir MND samtökin á Íslandi. Verð ég að hrósa Leikhússtjóra, leikurum og öllum þeim sem komu að sýningunni í gær á einn eða annan hátt því allir hluteigandi aðilar gáfu vinnu sína.
En að sýningunni. Salka Valka er leikrit byggt á samnefndri bók nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, leikgerðina gerði Hrafnhildur Hagalín. Salka Valka er ekki falleg sýning, hún gefur ekki bjarta mynd af íslandi og er svo sannarlega ekki upplífgandi en það er samt eitthvað sem heillar við þessa sögu, hún er lýsandi fyrir mannlífið á Íslandi í litlu sjávarþorpi sem byggist upp á einum manni og hans umsvifum. Sagan á að mörgu leyti við íslenskt þjóðfélag í dag og margt sem er að viðgangast í dag á íslandi, átti sér stað fyrir mörgum áratugum síðan, en sagan gerist snemma á fyrri hluta aldarinnar ( held ég nokkuð örrugglega, er ekki viss um ártöl )
Leikaranir eru svo sannarlega að standa fyrir sínu. Ilmur Kristjánssdóttir leikur Sölku Völku og gerir það með stakri prýði. Salka kemur sem ferskur vindblær inn í þetta litla afskekkta þorp sem Óseyri svo sannarlega er, hún berst gegn stöðluðum ímyndum um kvennfólk og fer að vinna og að ganga í buxum, hún umbyltir þjóðfélaginu og stendur uppi sem sjálfstæður einstaklingur ( Að einhverju leyti). Held að ég verði að segja að Ilmur er orðin ein af mínum uppáhaldsleikkonum og verður svo sannarlega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni
Ellert Ingimundarsson leikur Steinþór, mann sem gerist stjúpi Sölku eiginlega strax í byrjun sögunar. Steinþór er fyllibytta og sjómaður, maður með stóra drauma um að henda Jóhanni Bogesen út á hafsauga. Ellert var svoldið "villtur" á sviðinu til að byrja með, en óx ásmeginn með hverri senu
Halldóra Geirharðs leikur Sigurlínu, mömmu Sölku. Sigurlína er aumingj, sem þorir ekki að standa á sínu, og lætur fara með sig eins og hverja aðra tusku. Hún er sífellt að reyna að höndla hamingjuna og notar trú á Jesú og svo hina vafasömu karlmenn til skiptis. Halldóra gerir virkilega vel og má vel við una.
Sveinn Geirsson leikur Arnald. Arnaldur er drengur tveim árum eldri en Salka, kynnist taka með þeim er Arnaldur er fenginn til að kenna henni að lesa. Samband þeirra einkennist af tilfinningarugli unglingsárana og endar í bili er Arnaldur fer suður að læra. Kynni takast með þeim aftur er Arnaldur kemur heim til óseyrar, þá fullorðinn maður, mikið sigldur, búinn að fara um heimsins höf og kynnast hugsjónum heimsins á þeim tíma, kommúnismanum. Sveinn gerir virkilega vel og naut sín greinilega á sviðinu.
Sýningin er eins og áður segir þung og full af miður fallegum atburðum, Edda kann svo sannarlega að leikstýra og það sést, en mér finnst það samt ekki alveg nóg. Tónlistin er rosalega flott, sviðsmyndin er svona lala. Það sem stendur uppúr er frábær leikur og þess vegna mæli ég með þessari sýningu fyrir hvern sem er, en ekki búast við því að þú sért að fara að sjá skemmtilega sýningu, enda er það ekki nauðsyn að sýningar þurfi endilega að vera skemmtilegar!!!
Verð að minnast á Theodor Júlísson og vinkonu mína hana Guðrúnu Ásmundsdóttur í hlutverkum Eyjólfs Blinda og Steinunni gömlu, voru þau tvö virkilega frábær og Theodór var hreint út sagt æðisgengin.
Síðan vinsamleg tilmæli til þeirra sem fara í leikhús. Sýnið -öðrum leikhússgestum þá lámarkss kurteysi að tala ekki saman á meðan sýningu stendur, reynið að halda því inní ykkur að tala með leikritinu og því sem gerist næst á sviðinu. Ástæða þess að ég minnist á þetta er sú, að fyrir aftan mig voru tvær konur sem töluðu með leikritinu allan tímann, s.b.r. "nú slær hann hana" Þetta er virkilega leiðingjarnt
þannig að
stay tuned
miðvikudagur, október 19, 2005
Fékk miða...jei
Ég hringdi í morgun í borgarleikhúsið til að tékkja á því hvort uppselt væri á Sölku Völku í kvöld, styrktarsýninguna fyrir MND samtökin, konan í miðasölunni tjáði mér að svo væri og engar líkur á að það myndi losna miðar. Ok ég varð svoldið svekktur en ákvað að bara taka því, hefði átt að hugsa um þetta fyrr. En síðan þegar ég var búinn að vinna að og er á leiðinni á súffistann, þar sem ég sit núna, að þá kom það í hausinn á mér að tékkja á þessu, hringja aftur og athuga hvort ég yrði heppinn, ég gerði það og vitir menn, það var miði í eintölu laus og ég var ekki lengi að taka því. Þannig að ég er að fara á Sölku Völku og ekki sakar að það er í þágu góðs málefnis:)
Mig hlakkar mikið til og mun skrifa stutta gagnrýni um sýninguna í kvöld eða á morgun
Þannig að
Stay tuned
Ég hringdi í morgun í borgarleikhúsið til að tékkja á því hvort uppselt væri á Sölku Völku í kvöld, styrktarsýninguna fyrir MND samtökin, konan í miðasölunni tjáði mér að svo væri og engar líkur á að það myndi losna miðar. Ok ég varð svoldið svekktur en ákvað að bara taka því, hefði átt að hugsa um þetta fyrr. En síðan þegar ég var búinn að vinna að og er á leiðinni á súffistann, þar sem ég sit núna, að þá kom það í hausinn á mér að tékkja á þessu, hringja aftur og athuga hvort ég yrði heppinn, ég gerði það og vitir menn, það var miði í eintölu laus og ég var ekki lengi að taka því. Þannig að ég er að fara á Sölku Völku og ekki sakar að það er í þágu góðs málefnis:)
Mig hlakkar mikið til og mun skrifa stutta gagnrýni um sýninguna í kvöld eða á morgun
Þannig að
Stay tuned
mánudagur, október 17, 2005
Varð að fá mér myndasíðu eins og allir hinir bloggnördanir
Er kominn með myndasíðu....þar eru myndir frá evrópureisunni og koma myndir inn af íbúðinni ofl ofl
Það er linkur hér á til hægri en fyrst að ég er svo góður að þá kemur hann líka hér myndirnar mínar
Leyniorðið til að skoða myndirnar er seinna nafnið mitt.......ef þið fattið þetta ekki, sendið mér þá sms og ég gef þér aðgang ef mér lýst vel á þig:)
Þannig að
Stay tuned
Er kominn með myndasíðu....þar eru myndir frá evrópureisunni og koma myndir inn af íbúðinni ofl ofl
Það er linkur hér á til hægri en fyrst að ég er svo góður að þá kemur hann líka hér myndirnar mínar
Leyniorðið til að skoða myndirnar er seinna nafnið mitt.......ef þið fattið þetta ekki, sendið mér þá sms og ég gef þér aðgang ef mér lýst vel á þig:)
Þannig að
Stay tuned
sunnudagur, október 16, 2005
Sannarlega hetja......vá....er bara liggur við orðlaus
Var áðan að horfa á sjálfstætt fólk á stöð 2, þar var Edda Heiðrún viðmælandi Jóns Ársæls. Þið sem ekki vitið hver Edda er, að þá er hún ein ástsælasta leikkona landsins og núverandi leikstjóri, vann m.a. Grímuna í fyrra fyrir bestu leikstjórn, en hún er einmitt að leikstýra Sölku Völku í borgarleikhúsinu.
Edda er með taugasjúkdóminn MND, sem er sjúkdómur sem lamar líkama viðkomandi, og á endanum dregur til dauða, skilst mér að þessi sjúkdómur vinni rosalega hratt á fólki. Heilinn starfar fullkomlega en líkaminn ekki. Þetta er sjúkdómurinn sem tónlistamaðurinn Rabbi var haldinn. Nú er ég búinn að tjá mig of mikið um sjúkdóm sem ég þekki ekki nógu vel, þetta er það sem mér skilst og ef þetta er ekki rétt hjá mér að þá biðst ég velvirðingar.
En það að sjá Eddu í þættinum í kvöld var svo virkilega gefandi, hún er þrátt fyrir þenna sjúkdóm, svo innileg og tekur þessu öllu með miklu æðruleysi en einnig af hreinskilni, hún á allan minn heiður skilinn, það gaf mér virkilega mikið að horfa á þennan þátt....virkileg hetja....Takk Edda fyrir þína frásögn.
Eitt svara hennar var svo flott og lýsandi fyrir þennan þátt í kv, Jón Ársæll spurði hana einhvers, man ekki nákvæmlega hvernig spurningin hljómaði, en Edda svaraði þannig til, að hún væri ekki vinnan sín, hún væri ekki líkaminn sinn,hún væri ekki bíllinn sinn, hún væri sálin sín ( held að ég fari rétt með allavegana nokkuð nærri því )
Það er sýning í borgarleikhúsinu á Sölku Völku, man ekki nákvæmlega hvenær en sú sýning er til styrktar MND félaginu....ferið bara á Borgarleikhúss vefinn og fáið uppl, eða hringið. Hvet alla til þess að fara og styrkja gott málefni og sjá skemmtilega sýningu
Ég ætla að reyna að fara, ef ég verð ekki að vinna, á æfingu eða með skrítna fólkinu. Já bæðevei.....leikritið...eða rétta sagt handritið á Agga....er komið í 160+ bls......magnað hreint
Þannig að
Stay tuned
Var áðan að horfa á sjálfstætt fólk á stöð 2, þar var Edda Heiðrún viðmælandi Jóns Ársæls. Þið sem ekki vitið hver Edda er, að þá er hún ein ástsælasta leikkona landsins og núverandi leikstjóri, vann m.a. Grímuna í fyrra fyrir bestu leikstjórn, en hún er einmitt að leikstýra Sölku Völku í borgarleikhúsinu.
Edda er með taugasjúkdóminn MND, sem er sjúkdómur sem lamar líkama viðkomandi, og á endanum dregur til dauða, skilst mér að þessi sjúkdómur vinni rosalega hratt á fólki. Heilinn starfar fullkomlega en líkaminn ekki. Þetta er sjúkdómurinn sem tónlistamaðurinn Rabbi var haldinn. Nú er ég búinn að tjá mig of mikið um sjúkdóm sem ég þekki ekki nógu vel, þetta er það sem mér skilst og ef þetta er ekki rétt hjá mér að þá biðst ég velvirðingar.
En það að sjá Eddu í þættinum í kvöld var svo virkilega gefandi, hún er þrátt fyrir þenna sjúkdóm, svo innileg og tekur þessu öllu með miklu æðruleysi en einnig af hreinskilni, hún á allan minn heiður skilinn, það gaf mér virkilega mikið að horfa á þennan þátt....virkileg hetja....Takk Edda fyrir þína frásögn.
Eitt svara hennar var svo flott og lýsandi fyrir þennan þátt í kv, Jón Ársæll spurði hana einhvers, man ekki nákvæmlega hvernig spurningin hljómaði, en Edda svaraði þannig til, að hún væri ekki vinnan sín, hún væri ekki líkaminn sinn,hún væri ekki bíllinn sinn, hún væri sálin sín ( held að ég fari rétt með allavegana nokkuð nærri því )
Það er sýning í borgarleikhúsinu á Sölku Völku, man ekki nákvæmlega hvenær en sú sýning er til styrktar MND félaginu....ferið bara á Borgarleikhúss vefinn og fáið uppl, eða hringið. Hvet alla til þess að fara og styrkja gott málefni og sjá skemmtilega sýningu
Ég ætla að reyna að fara, ef ég verð ekki að vinna, á æfingu eða með skrítna fólkinu. Já bæðevei.....leikritið...eða rétta sagt handritið á Agga....er komið í 160+ bls......magnað hreint
Þannig að
Stay tuned
laugardagur, október 15, 2005
Jamms og jæja......
Vitiði að ég er ekki alveg að skilja gagnrýnina sem þættirnir Joey hefur fengið á sig, þetta eru auðvitað ekki friends en fólk verður að muna það að fyrsta serían af friends var nú engin gargandi snilld. En já ég semsagt keypti mér complete first season af Joey á dvd.......og ég get bara sagt fyrir mitt leyti, mikið asskoti eru þeir fyndnir........það komu oft tímar þar sem ég bara náði varla andanum fyrir hlátri.....mikil snilld og hlakkar mig mikið til þegar næsta sería byrjar.
Einnig er ég gjörsamlega að eipa vegna þess að ég er ekki að meika að bíða eftir LOST......er búinn að sjá fyrsta þáttinn úr annari seríu og þessir þættir gera ekkert annað en að halda manni í spennutreyju.......
Er búin að skila íbúðinni til baka....tímabundið...nenni ekki að fara útí það
Nenni heldur ekki að tala um Davíð Odds og brottför hans, nema með þeim orðum, farið hefur fé betra
Þannig að
Stay tuned
Vitiði að ég er ekki alveg að skilja gagnrýnina sem þættirnir Joey hefur fengið á sig, þetta eru auðvitað ekki friends en fólk verður að muna það að fyrsta serían af friends var nú engin gargandi snilld. En já ég semsagt keypti mér complete first season af Joey á dvd.......og ég get bara sagt fyrir mitt leyti, mikið asskoti eru þeir fyndnir........það komu oft tímar þar sem ég bara náði varla andanum fyrir hlátri.....mikil snilld og hlakkar mig mikið til þegar næsta sería byrjar.
Einnig er ég gjörsamlega að eipa vegna þess að ég er ekki að meika að bíða eftir LOST......er búinn að sjá fyrsta þáttinn úr annari seríu og þessir þættir gera ekkert annað en að halda manni í spennutreyju.......
Er búin að skila íbúðinni til baka....tímabundið...nenni ekki að fara útí það
Nenni heldur ekki að tala um Davíð Odds og brottför hans, nema með þeim orðum, farið hefur fé betra
Þannig að
Stay tuned
miðvikudagur, október 12, 2005
Vá hvað ég er hamingjusamur eitthvað
Er að rifna úr hamingju gjörsamlega, og það eina sem ég gerði til þess var að tala við gussa kaddlinn. Veit ekki hvað það er, ég er í svo rosa eitthvað næmur á allar tillfinningar sem ég ber og það er engin þeirra óheilbrigð fyrir mann eins og mig.
Er líka búinn að vera taka eftir því að ég er rosa væminn einstaklingur og mér finnst það bara í lagi, ein alllra besta vinkona mín kallaði það að vera metró...og mikið er ég rosa sáttur við það að vera metró....ég er það og stoltur af....
Hugsa samt að það muni seint koma sá dagur að ég gangi til liðs við Kallana.is......væri frekar til í að vera hluti af baggalúts genginu;)
Ég eignaðist litla frænku í gær, miðbróðir minn og kona hans eignuðust dóttur rétt eftir miðnætti að færeyskum tíma og óska ég þeim innilega til hamingju með það, á reyndar ekki von á því að hann sé að lesa þetta....en er búinn að tala við hann til þess að koma þessum óskum til skila, en allt í lagi að gera það hér líka.
Hitti vini mína í kvöld, mikið rosalega er ég þakklátur fyrir þennan félagskap sem ég er hluti af, æðislegt lið.....nógu rugluð til að meika sens.
Takk Rice fyrir að koma og vera fyrir mig.
Er einmitt búinn að vera að spjalla við Eyju í kv, og hún er krútt sem á skilið allt það besta.........mér þykir óendalega vænt um hana, fyndið til þess að hugsa hvernig við kynntums. Ég var nýkominn úr sveitinni og fór að vinna í fyrirtæki sem heitir/hét BM-markaðssókn við úthringingar, og þar var Eyja að vinna, við byrjuðum sama dag að vinna þarna og einhverja hluta vegna fórum við að spjalla, held að það hafi verið vegna þess að hún var með tatto sem ég var að forvitnast um.
Við reykjum bæði þannig að við fórum að fara saman út að reykja...og æii ég veit það ekki.....við bara klikkuðum saman, veit það að hún er einn af mínum mikilvægustu vinum, og það er svo fyndið, við kannski spjöllum ekki saman eða hittumst í marga mánuði, en það er samt alltaf eins og það séu bara nokkrir tímar síðan við spjölluðum síðast
Fór einmitt með henni til London í viku árið 2003.....ætla ekki að halda því fram að við höfum meikað hvort annað allann tímann, en stærsta hlutann af honum og er þetta ein sú skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í....manstu La bamba;)
Takk Eyja fyrir að vera til:)
Þannig að
Stay tuned
Er að rifna úr hamingju gjörsamlega, og það eina sem ég gerði til þess var að tala við gussa kaddlinn. Veit ekki hvað það er, ég er í svo rosa eitthvað næmur á allar tillfinningar sem ég ber og það er engin þeirra óheilbrigð fyrir mann eins og mig.
Er líka búinn að vera taka eftir því að ég er rosa væminn einstaklingur og mér finnst það bara í lagi, ein alllra besta vinkona mín kallaði það að vera metró...og mikið er ég rosa sáttur við það að vera metró....ég er það og stoltur af....
Hugsa samt að það muni seint koma sá dagur að ég gangi til liðs við Kallana.is......væri frekar til í að vera hluti af baggalúts genginu;)
Ég eignaðist litla frænku í gær, miðbróðir minn og kona hans eignuðust dóttur rétt eftir miðnætti að færeyskum tíma og óska ég þeim innilega til hamingju með það, á reyndar ekki von á því að hann sé að lesa þetta....en er búinn að tala við hann til þess að koma þessum óskum til skila, en allt í lagi að gera það hér líka.
Hitti vini mína í kvöld, mikið rosalega er ég þakklátur fyrir þennan félagskap sem ég er hluti af, æðislegt lið.....nógu rugluð til að meika sens.
Takk Rice fyrir að koma og vera fyrir mig.
Er einmitt búinn að vera að spjalla við Eyju í kv, og hún er krútt sem á skilið allt það besta.........mér þykir óendalega vænt um hana, fyndið til þess að hugsa hvernig við kynntums. Ég var nýkominn úr sveitinni og fór að vinna í fyrirtæki sem heitir/hét BM-markaðssókn við úthringingar, og þar var Eyja að vinna, við byrjuðum sama dag að vinna þarna og einhverja hluta vegna fórum við að spjalla, held að það hafi verið vegna þess að hún var með tatto sem ég var að forvitnast um.
Við reykjum bæði þannig að við fórum að fara saman út að reykja...og æii ég veit það ekki.....við bara klikkuðum saman, veit það að hún er einn af mínum mikilvægustu vinum, og það er svo fyndið, við kannski spjöllum ekki saman eða hittumst í marga mánuði, en það er samt alltaf eins og það séu bara nokkrir tímar síðan við spjölluðum síðast
Fór einmitt með henni til London í viku árið 2003.....ætla ekki að halda því fram að við höfum meikað hvort annað allann tímann, en stærsta hlutann af honum og er þetta ein sú skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í....manstu La bamba;)
Takk Eyja fyrir að vera til:)
Þannig að
Stay tuned
mánudagur, október 10, 2005
Stal þessu einhverstaðar frá, setti náttúrulega mín svör við þannig að enjoy
Heitir?
Ákveðnu nafni sem mér var gefið við skýrn, en geng undir leikarinn eða giflerinn á þessari síðu.
Gælunöfn?
Nokkur, .m.a. gifler af nokkrum vinum og kunningjum
Afmæli?
Já takk....einhverntíman á árinu....vatnsberi
Fæðingarstaður?
Úti á landi skítur
Hæð?
Ég er c.a. 186.
Hárlitur?
Eðlilegur litur er drulluskítabrúnt, er með það litað.
Augnlitur?
Gráblár
Gleraugu?
Nei því miður....finnst það kúl.
Tattú?
Já...6 stk og fer fjölgandi.
Fælni?
Er með tannlæknafóbíu sem fer skánandi.
Innblástur?
Lífið sjálft bara.......það er svo æðislegt...svona oftast allavegna
Fjölskyldan?
Mamma & Pabbi og 2 bræður mínir.
Atvinna?
Vinn við félagsstörf og einnig á leikskóla.
Framtíðar atvinna?
Vonandi leiklist.....ef ekki....þá pólitík....ef ekki.....úfff....veit það ekki.
Hæfileikar?
Ég er góður leikari , held ég.....ágætur penni.
Hvar ertu?
Í vinnunni.
Hvað ertu að gera?
Svara þessu.
Hvernig er veðrið úti?
Ofsalega fallegt en það er kalt.
Hvernig hefurðu það?
Hef ekkert til að kvarta yfir, það eru engin vandamál í mínu lífi, aðeins verkefni sem þarf að leysa.
Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Einhver gaukur sem hringdi í vitlaust nr.
Í hverju ertu?
Gallabuxum og nike peysu.
Á hvaða lag ertu að hlusta?
ekki neitt eins og er, en er búinn að vera að hlusta mikið á sigurrós, Jack Johnsson, heru, black eyead peas ofl. ofl.
Síðasta bók sem þú last?
AA come´s to age.
Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Vá....svo rosalega mikið mar....m.a. pass it on, nýustu Arnaldar Indriða bókina, alkemistinn ofl ofl.
Uppáhalds bók?
Finnst Arnaldur snillingur en á annars ekki einhverja uppáhaldsbók,
Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Cindarella man, algjör snilld.
Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Veit ekki.
Uppáhalds kvikmynd?
Shawshank redamsion ( man ekki hvernig það er skrifað ) American History X, Lord of the rings myndirnar, million dollar baby, crash, motorcycle diares, og nokkrar til
Fallegasta kona (utan maka)?
Á ekki maka, eins og staðan er núna en cathrine z jonez er í miklu uppáhaldi, einnig jessica alba ofl ofl
Fallegasti maður (utan maka)?
Veit ekki...en ætli brad pitt sé ekki ofarlega á blaði þar.
Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Ég var að vinna!
Veski?
Fullt af kvittunum og drasli, einnig kortum.
Kaffi?
Alltof, alltof, alltof mikið.
Skór?
Númer 41-43
Bíll?
Silfurlitur Mazda 3
Heitir hann..?
Ekki hægt að skíra dauða hluti eða dýr, bara nefna og þess vegna getur hann ekki heitið eitthvað, en nei dettur ekki hug sú vitleysa
Ilmvatn?
Le mail.
Derhúfa?
Langar til þess að geta verið með derhúfu, bara púlla það ekki off.
Planta?
Plöntur eru fyrir kellingar
Tannbursti?
Auðvitað. Veit samt ekkert hvaða tegund
Súkkulaði eða vanilla shake?
Ekki mikið fyrir ís. En myndi þá vilja karamellu
Smjör eða salt á poppcorn?
Salt
Einhverntíma verið samið um þig lag?
Já eða er það ekki rice?.
Hvað lag grætir þig?
man ekki til þess að lag hafi grætt mig
Hvaða lag gleður þig?
Vá þau eru mörg.
Uppáhalds lag?
Breytist eftir dögum, þessa dagana er banana pancakes með jack johnsson og hoppípoll með sigur-rós og dont lie með BEP ofarlega á lista í dag
Hvaða bragð er í munninum á þér?
Sígó
Verðuru bílveik/sjóveik?
Já og nei, ekki bílveikur en get orðið sjóveikur ef slæmt er í sjóinn!
Hefurðu slæman ávana?
Já. Þeim fer samt fækkandi
Þinn helsti kostur?
Úfff.......er heiðarlegur.....annars er rosa erfitt að svara þessari spurningu.
Þinn helsti galli?
Kann ekki að fara með peninga.
Semur þér vel við foreldra þína?
Æðislega vel svona að öllu jöfnu.
Finnst þér gaman að keyra?
Já! sést best á kílómetra tölu bíls míns:)
Áttu börn?
Nei. Vonandi eignast nokkur í framtíðinni.
Hver er þín helsta eftirsjá?
Það er prívat og persónulegt.
Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Blár.
Hvað gleður þig?
Lífið.
Hvað grætir þig?
Það er nú ekki oft sem ég græt, en ég er samt rosa tilfinningaríkur og á erfitt með að sjá illa komið fyrir fólki.
Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Ef ég sé eitthvað með Jack Johnsson.
7 hlutir í herberginu þínu?
Rúm, maður, stóll, kommóða,tölvuborð.bækur,talva
7 hlutir áður en þú deyrð?
Eignast börn,giftast,læra leiklist,vinna,ferðast,njóta lífsins.
7 hlutir sem þú segir mest?
Er það!
Reykirðu?
Amms
Notarðu eiturlyf?
Nei
Biðurðu bænir?
Já....nauðsinlegt að leggja daginn í hendurnar á Guði og þakka fyrir hann
Hefurðu vinnu?
Já.
Sækir kirkju?
Nei
Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Nei, ég ætla ekkert að vera að gera það. En ég man að ég var hissa.
Þannig að
Stay tuned
Heitir?
Ákveðnu nafni sem mér var gefið við skýrn, en geng undir leikarinn eða giflerinn á þessari síðu.
Gælunöfn?
Nokkur, .m.a. gifler af nokkrum vinum og kunningjum
Afmæli?
Já takk....einhverntíman á árinu....vatnsberi
Fæðingarstaður?
Úti á landi skítur
Hæð?
Ég er c.a. 186.
Hárlitur?
Eðlilegur litur er drulluskítabrúnt, er með það litað.
Augnlitur?
Gráblár
Gleraugu?
Nei því miður....finnst það kúl.
Tattú?
Já...6 stk og fer fjölgandi.
Fælni?
Er með tannlæknafóbíu sem fer skánandi.
Innblástur?
Lífið sjálft bara.......það er svo æðislegt...svona oftast allavegna
Fjölskyldan?
Mamma & Pabbi og 2 bræður mínir.
Atvinna?
Vinn við félagsstörf og einnig á leikskóla.
Framtíðar atvinna?
Vonandi leiklist.....ef ekki....þá pólitík....ef ekki.....úfff....veit það ekki.
Hæfileikar?
Ég er góður leikari , held ég.....ágætur penni.
Hvar ertu?
Í vinnunni.
Hvað ertu að gera?
Svara þessu.
Hvernig er veðrið úti?
Ofsalega fallegt en það er kalt.
Hvernig hefurðu það?
Hef ekkert til að kvarta yfir, það eru engin vandamál í mínu lífi, aðeins verkefni sem þarf að leysa.
Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Einhver gaukur sem hringdi í vitlaust nr.
Í hverju ertu?
Gallabuxum og nike peysu.
Á hvaða lag ertu að hlusta?
ekki neitt eins og er, en er búinn að vera að hlusta mikið á sigurrós, Jack Johnsson, heru, black eyead peas ofl. ofl.
Síðasta bók sem þú last?
AA come´s to age.
Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Vá....svo rosalega mikið mar....m.a. pass it on, nýustu Arnaldar Indriða bókina, alkemistinn ofl ofl.
Uppáhalds bók?
Finnst Arnaldur snillingur en á annars ekki einhverja uppáhaldsbók,
Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Cindarella man, algjör snilld.
Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Veit ekki.
Uppáhalds kvikmynd?
Shawshank redamsion ( man ekki hvernig það er skrifað ) American History X, Lord of the rings myndirnar, million dollar baby, crash, motorcycle diares, og nokkrar til
Fallegasta kona (utan maka)?
Á ekki maka, eins og staðan er núna en cathrine z jonez er í miklu uppáhaldi, einnig jessica alba ofl ofl
Fallegasti maður (utan maka)?
Veit ekki...en ætli brad pitt sé ekki ofarlega á blaði þar.
Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Ég var að vinna!
Veski?
Fullt af kvittunum og drasli, einnig kortum.
Kaffi?
Alltof, alltof, alltof mikið.
Skór?
Númer 41-43
Bíll?
Silfurlitur Mazda 3
Heitir hann..?
Ekki hægt að skíra dauða hluti eða dýr, bara nefna og þess vegna getur hann ekki heitið eitthvað, en nei dettur ekki hug sú vitleysa
Ilmvatn?
Le mail.
Derhúfa?
Langar til þess að geta verið með derhúfu, bara púlla það ekki off.
Planta?
Plöntur eru fyrir kellingar
Tannbursti?
Auðvitað. Veit samt ekkert hvaða tegund
Súkkulaði eða vanilla shake?
Ekki mikið fyrir ís. En myndi þá vilja karamellu
Smjör eða salt á poppcorn?
Salt
Einhverntíma verið samið um þig lag?
Já eða er það ekki rice?.
Hvað lag grætir þig?
man ekki til þess að lag hafi grætt mig
Hvaða lag gleður þig?
Vá þau eru mörg.
Uppáhalds lag?
Breytist eftir dögum, þessa dagana er banana pancakes með jack johnsson og hoppípoll með sigur-rós og dont lie með BEP ofarlega á lista í dag
Hvaða bragð er í munninum á þér?
Sígó
Verðuru bílveik/sjóveik?
Já og nei, ekki bílveikur en get orðið sjóveikur ef slæmt er í sjóinn!
Hefurðu slæman ávana?
Já. Þeim fer samt fækkandi
Þinn helsti kostur?
Úfff.......er heiðarlegur.....annars er rosa erfitt að svara þessari spurningu.
Þinn helsti galli?
Kann ekki að fara með peninga.
Semur þér vel við foreldra þína?
Æðislega vel svona að öllu jöfnu.
Finnst þér gaman að keyra?
Já! sést best á kílómetra tölu bíls míns:)
Áttu börn?
Nei. Vonandi eignast nokkur í framtíðinni.
Hver er þín helsta eftirsjá?
Það er prívat og persónulegt.
Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Blár.
Hvað gleður þig?
Lífið.
Hvað grætir þig?
Það er nú ekki oft sem ég græt, en ég er samt rosa tilfinningaríkur og á erfitt með að sjá illa komið fyrir fólki.
Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Ef ég sé eitthvað með Jack Johnsson.
7 hlutir í herberginu þínu?
Rúm, maður, stóll, kommóða,tölvuborð.bækur,talva
7 hlutir áður en þú deyrð?
Eignast börn,giftast,læra leiklist,vinna,ferðast,njóta lífsins.
7 hlutir sem þú segir mest?
Er það!
Reykirðu?
Amms
Notarðu eiturlyf?
Nei
Biðurðu bænir?
Já....nauðsinlegt að leggja daginn í hendurnar á Guði og þakka fyrir hann
Hefurðu vinnu?
Já.
Sækir kirkju?
Nei
Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Nei, ég ætla ekkert að vera að gera það. En ég man að ég var hissa.
Þannig að
Stay tuned
Minns ekki sáttur
Fékk íbúðina afhenta á föstud. Ok ég voða happý með það, en síðan bara fara koma í ljós gallar og hroðvirknisleg vinnubrögð og er ég bara ekki sáttur við þetta. En þeim ber skylda til þess að skila íbúðinni í fullkomnu ástandi og ég treysti því bara að það verði gert. Er búinn að láta vita af þessu þannig að það er bara að bíða og sjá
Þannig að
Stay tuned
Fékk íbúðina afhenta á föstud. Ok ég voða happý með það, en síðan bara fara koma í ljós gallar og hroðvirknisleg vinnubrögð og er ég bara ekki sáttur við þetta. En þeim ber skylda til þess að skila íbúðinni í fullkomnu ástandi og ég treysti því bara að það verði gert. Er búinn að láta vita af þessu þannig að það er bara að bíða og sjá
Þannig að
Stay tuned
föstudagur, október 07, 2005
Honey i´am home!!!!!!!!!!
Jamms minns er kominn frá 30 stiga hitanum og sólinni í kuldann hér heima.....það er nú barasta ágætt að vera kominn heim, hefði alveg verið til í að vera viku lengur en það er bara svo mikið að gera hérna hjá mér:) Mamma og Pabbi verða viku í viðbót og vonandi skemmta þau sér vel. Ég keypti fullt af drasli, þar á meðal 4 bongó trommur, 3 litlar og eina stóra.....svoldið fyndið þegar tekið er tillit til þess að ég er taktlausasti maður í heimi.......
Ég fékk íbúðina afhenta í dag:).....þannnig að ég er official orðinn íbúðareigandi.....hún er rosa flott og verður enn flottari þegar parketið verður komið á:)
Var að koma af æfingu hjá stúdentaleikhúsinu og þetta er bara gaman.....leikritið lítur bara vel út hjá Agga og þetta er rosalega spennandi.....hlakka mikið til frumsýningar.....skrifa kannski eitthvað meira um leikritið þegar líður á
Þannig að
Stay tuned
Jamms minns er kominn frá 30 stiga hitanum og sólinni í kuldann hér heima.....það er nú barasta ágætt að vera kominn heim, hefði alveg verið til í að vera viku lengur en það er bara svo mikið að gera hérna hjá mér:) Mamma og Pabbi verða viku í viðbót og vonandi skemmta þau sér vel. Ég keypti fullt af drasli, þar á meðal 4 bongó trommur, 3 litlar og eina stóra.....svoldið fyndið þegar tekið er tillit til þess að ég er taktlausasti maður í heimi.......
Ég fékk íbúðina afhenta í dag:).....þannnig að ég er official orðinn íbúðareigandi.....hún er rosa flott og verður enn flottari þegar parketið verður komið á:)
Var að koma af æfingu hjá stúdentaleikhúsinu og þetta er bara gaman.....leikritið lítur bara vel út hjá Agga og þetta er rosalega spennandi.....hlakka mikið til frumsýningar.....skrifa kannski eitthvað meira um leikritið þegar líður á
Þannig að
Stay tuned
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)