Ligg veikur heima ( aftur )
Ég missti röddina í gærmorgun, var raddlaus fram eftir degi og hálf slappur. Síðan kom að því að röddin fór að koma aftur og ég var orðinn bara nokkuð hress í gærkvöldi. Síðan vakna ég í morgun fullur af hori, með hausverk og lélega rödd.....er ekki sáttur við þetta.
Ég og Beta erum búin að vera að taka til og mála og svona hér í litlu íbúðinni og er þetta bara orðið nokkuð kozý hjá okkur. Við fengum sófasett og svona og ætlum að setja upp hillur og svona.
Annars nenni ég varla að blogga þessa dagana......hef ekkert merkilegt að segja.
Þannig að
Stay tuned
þriðjudagur, desember 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Er það ekki þá bara hluti af jólaundirbúningnum hjá þér að vera með hor að mála...hehe?!
Og hvaðan kom allt þetta "svona" hjá þér...kannast ekki við þetta, hef held ég bara ekki heyrt þig segja svona áður.
En ekki klína hori í málinguna, held að það komi ekki vel út. Ég myndi amk ekki vilja hafa horslikju á veggnum heima hjá mér.
sæll .
Antoine hérna sem er í Rose. Náði ekkert að tala við þig þar sem þú varst bara í hva...2 daga?
Bara eitt..var að lesa þetta þarna að þú hafir hætt því þú vildir ekki verða gjörninalistamaður(á líkast til að vera gjörningalistamaður)..held að þú hafir aðeins farið á mis við það hvað við erum að læra og miðað við skrif þín á þessari síðu þá tók ég þig sem pillti sem dæmir ekki hlutina út frá nokkrum tímum. Bara að biðja þig að vera ekki að eiðileggja fyrir okkur hinum með því að tala um hluti sem þú hefur ekki vit á.
Takk
Sæll Antoine.
Þetta er skrifað með mikilli kaldhæðni og þeir sem þekkja mig vita það:) Með þessum orðum mínum er ég alls ekki að reyna að eyðileggja eitt eða neitt fyrir ykkur sem eruð á þessari braut. Hef lýst því yfir að mér finnist skólinn rosalega flottur og það er ekkert sem breytir því áliti mínu. Og fyrir þau sem eru ánægð á þessari tilteknu braut sem þú ert á eins og fleiri íslendingar og mér var boðið á, er það frábært ef þið eruð ánægð, málið er það ég var það ekki og þarf ekkert að fara frekari orðum um það.
Mér þykir einnig leitt að ég hafi ekki haft tækifæri á að kynnast þér þarna, því eftir því sem mér skilst að þá ert þú fínn strákur, en mér finnst fullgróft að segja að ég hafi eingöngu verið í tvo daga....
Mér þykir leitt ef þú hefur tekið þetta til þín og ætlun mín er ekki að gera lítið úr námi þínu né hinna sem eru þarna, alls ekki. Ég met Inga og Kára mjög mikils en ég þekki þá best af þeim sem eru á ETA brautinni og myndi alls ekki vilja gera lítið úr þeim eða þeirra námi. Snædísi þekki ég lítið og þig ekki neitt en ég vona svo sannarlega fyrir ykkar hönd að þið séuð ánægð, því það er það sem skiptir máli ekki satt? Að vera ánægður með það sem maður er að gera.
Með kærri kveðju
Matti
Skrifa ummæli