miðvikudagur, desember 13, 2006

Verð að setja þetta hér líka

Í commentakerfinu við síðustu færslu mína commenterar strákur sem heitir Antoine sem er íslendingur sem er í námi við Rose Bruford, skólann sem ég fór í en hætti í einnig. Hann var að commentera á það sem ég skrifaði í um mig dálkinn hér á vinstri hönd. Að athuguðu máli ákvað ég að fjarlægja það sem ég hafði skrifað því commentið frá Antione snerti streng í mér sem mér leið ekki vel með. Það gæti vel misskilist ( fyrir þá sem þekkja mig ekki nógu vel ) þessi ummæli mín um ástæðuna fyrir því að ég hætti í skólanum. Læt svar mitt við commenti Antonie fylgja hér og í leiðinni biðst afsökunar á þessum skrifum mínum ef þau hafa sært einhvern eða gert lítið úr námi einhvers, það var ekki ætlun mín. Þetta var eingöngu kaldhæðni sem braust svona fram.

Sæll Antoine.

Þetta er skrifað með mikilli kaldhæðni og þeir sem þekkja mig vita það:) Með þessum orðum mínum er ég alls ekki að reyna að eyðileggja eitt eða neitt fyrir ykkur sem eruð á þessari braut. Hef lýst því yfir að mér finnist skólinn rosalega flottur og það er ekkert sem breytir því áliti mínu. Og fyrir þau sem eru ánægð á þessari tilteknu braut sem þú ert á eins og fleiri íslendingar og mér var boðið á, er það frábært ef þið eruð ánægð, málið er það ég var það ekki og þarf ekkert að fara frekari orðum um það.

Mér þykir einnig leitt að ég hafi ekki haft tækifæri á að kynnast þér þarna, því eftir því sem mér skilst að þá ert þú fínn strákur, en mér finnst fullgróft að segja að ég hafi eingöngu verið í tvo daga....

Mér þykir leitt ef þú hefur tekið þetta til þín og ætlun mín er ekki að gera lítið úr námi þínu né hinna sem eru þarna, alls ekki. Ég met Inga og Kára mjög mikils en ég þekki þá best af þeim sem eru á ETA brautinni og myndi alls ekki vilja gera lítið úr þeim eða þeirra námi. Snædísi þekki ég lítið og þig ekki neitt en ég vona svo sannarlega fyrir ykkar hönd að þið séuð ánægð, því það er það sem skiptir máli ekki satt? Að vera ánægður með það sem maður er að gera.

Með kærri kveðju

Matti

Engin ummæli: