mánudagur, júlí 24, 2006

YES...Sindri Eldon minnist á mig......


Ég var að lesa gríðarlega fyndna færslu hjá Sindra Eldon, fyrir ykkur sem ekki vita hver það er að þá er það sonur Bjarkar Guðmunds, blaðamaður hjá Grapevine og tónlistamaður.

Ég þekki Sindra ekki neitt og hef aldrei hitt hann, hef séð hann niðrí bæ öðru hvoru og svona en ekki mikið meira en það. Því kom mér það á óvart að hann skuli nenna að eiða sýnum dýrmæta tíma í það að skrifa um mig. Eða kannski réttara sagt að þá skrifar hann um bloggið mitt....ekki mig kannski beint. Segir þar m.a. að líf mitt sé álíka spennandi og vindsokkar ( veit einhver hvað það er )

Forsaga málsins er sú að Sindri skrifaði grein í Grapevine um afmælistónleika Bubba. Ég hvet alla til þess að lesa þessa grein og mynda sér eigin skoðun, en mín skoðun er sú að þessi grein sé ekki nógu fagmannlega unnin. En það er mín skoðun. Allavegna að þá á vefsíðunni Bubbi.is er spjallþráður, það spannst umræða um þessa grein þar, ég skrifaði eitt comment um þessa grein. Nákvæmlega sama og ég skrifaði hér að ofan. Það sem Sindri virðist halda er það að ég hafi haldi uppi stöðugum "vörnum" fyrir Bubba....held að Bubbi sé fullfær um það sjálfur sko.

En ég hvet alla til þess að lesa þessa grein hans Sindra...hún er skrifuð 4 Júlí og er Hér hún er mjög fyndin.

Annars er það að frétta að ég hætti í vinnunni 21 Ágúst og fer þá að undirbúa flutning til London. Það er komin nokkur mikil spenna í kallinn vegna þessa. Hugsa að ég fari út 8 Sept, bæði til þess að gera mann klárann og kynnast umhverfinu og svona.

Þannig að

Stay tuned

3 ummæli:

Atli Sig sagði...

Hæ Matti! Veistu ég verð að gagnrýna þig aðeins. Ég las ekki þessa grein um tónleikana eftir Sindra og það má vel vera að hún sé ófagmannlega skrifuð en það er líka svolítið ófagmannlegt hjá þér að vitna vitlaust í Sindra. Þú talar eins og hann sé að tala um þig einan þegar hann telur þig ásamt nokkrum öðrum, hann nafngreinir þig ekki einu sinni heldur bara urlið á síðunni þinni, og svo notar hann orðið vörn í fleirtölu því hann er að tala um nokkra einstaklinga sem eru að verja Bubba og því eru þetta varnir. En ég er sammála með að þessi færsla á blogginu hans Sindra er æðisleg. Ég er líka nokkuð sammála honum, mér finnst Bubbi ofmetinn og útbruninn. En það er bara mitt álit. Sindri fær samt mínusstig fyrir að fíla ekki Pink Floyd eða Tool!

Annars óska ég þér hjartanlega til hamingju með þann frækna árangur að hafa verið böggaður af Sindra Eldon!

Svo er ein spurning, ætlarðu að mæta í útilegu stúdentaleikhússins? :D

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Sælir Atli.

Ég verð að svara gagnrýni þinni, reyndar er það að Þessi grein mín er skrifuð í íronískum stíl og á að skiljast þannig. Getur verið að ég tali eins og að hann sé að tala um mig einan en auðvitað er það ekki rétt eins og fram kemur á síðunni hans, en ég læt það koma fram að hann sé ekki að tala um mig...þ.e.a.s. að ég segi hvergi að hann nafngreini mig, ég skrifa að hann sé að tala um bloggið mitt.

Það sem Sindri skrifar er það að hann hafi haft gaman að því að skoða síður þeirra sem voru mikið í því að verja Bubba, og telur bloggið mitt þar á meðal. Það er rangt hjá honum að ég hafi verið að "verja" Bubba og hvað þá að ég hafi gert mikið að því. Ég gagnrýndi Sindra fyrir greinina.

En annars finnst mér bara gaman að þessu:) Þetta má ekki skiljast þannig að ég sé eitthvað sár sko, því það er ég ekki.

Varðandi útilegu stúdó.....hvunær er hún?

Atli Sig sagði...

Útilega stúdó er helgina 11-13. ágúst. Nánari upplýsingar eru á www.studentaleikhusid.is. Annars hljóta allir að fá sms eða e-ð um hana þegar nær dregur.