Er ekki kominn tími til að tala aðeins um hann Magna "okkar"
Ég er búinn að vera að horfa á Rockstar eins og stór hluti Íslendinga, og mikið er ég ánægður með Magna. Hann er að standa sig ekkert smá vel. Það er rosalega skrítið að horfa á íslending standa þarna á þessu sviði, með þessum mögnuðu gaukum í house band, syngjandi fyrir milljónir manna í hverri viku og gera það vel. Fyrsti flutningur var ekkert rosalegur, en lagið í öðrum þætti ( man ekki hvað það heitir ) Plush og síðan Heros í gær voru hrikalega flott.
Hann er svo sannarlega búinn að gefa þessum "rokkurum" hér heima langt nef. Er að sýna það að maður þarf ekki að vera sveittur rock´n roll gæji, með eitthvað rosalegt attitjút til þess að geta rokkað.
Líka flott það sem Dilana skrifar um hann Magna á síðunni sinni, sýnir að hann er rosa vel metinn þarna úti....læt það fylgja hér
"Magni and Dana are in our room playing guitars and I’m enjoying listening to them play as I do this. I LOVE “ICE-MAN” (Magni). Btw, I gave him that nickname the 1st day we met. He is an unbelievable, magical person with the biggest, warmest heart – we all adore him! He’s actually our DAD in the house and always ready to help everyone. I hope I leave before he does. He has a 10 month young baby boy back home in Iceland and a girlfriend who he clearly worships. I love seeing someone so in love with their family"
Talandi um Dilönu, ég var ekki að fíla hana fyrst, fannst hún tilgerðarleg, en hún er massa söngkona og gaman að fylgjast með henni.
Þannig að
Stay tuned
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Halló halló. Já ég er að fara í Rose :) get ekki beðið, vinur minn var að klára fyrsta árið sitt og er rosalega ánægður þarna :) Finn það á mér að þetta verður aldelis FAB. Veistu hvað það eru margir að fara? Og í hvað ert þú að fara? Kveðja Dísa verðandi skólafélaginn þinn næstu 3 árin ;)
hæ hæ :) frábært að það verði einhverjir Íslendingar sem verða þarna. Ég er að fara í American Theatre Arts, voða gaman :) Við ættum kannski að reyna að hittast öll einhvern tíma áður en við förum út og spjalla. Ég byrja núna 29. ágúst en ég veit að vinkona mín byrjar ekki fyrr en í lok september, hvað með þig? Dísa
Hæ hæ .)
Vinkona mín heitir Snædís sem er að fara í ETA. Hvað heitir stelpan sem er að fara í ATA? Ég er ekki komin með íbúð eins og er, þarf að fara að vera duglegri að leita :)
Já endilega reynum að hittast einhverntíma sem fyrst, væri voðalega gaman að sjá hverjir eru að fara :)
Dísa
Skrifa ummæli