sunnudagur, júlí 30, 2006

Takk fyrir mig Sigur Rós......Takk fyrir mig

Var að koma af svo sannarlega mögnuðum tónleikum sem voru haldnir á Klambratúni en þar var Sigur Rós að spila eins og flestir vita. Þetta var bara geggjað.....rúmlega 15.000 manns og bara snilldarveður og snilldar tónlist. Kann ekki að skrifa nafnið á bandinu sem hitaði upp, Amina eða eitthvað voru rosalega góðar líka.

Skil ekki afhverju þetta svæði þ.e.a.s. Klambratúnið hefur ekki verið notað fyrr í þessum tilgangi. Þarna er komið framtíðartónleikasvæði, þið sem eruð að spá í því að fá U2 eða Red Hot Chilli Peppers að þá er komið svæði fyrir þá tónleika.

Annars er hittingur hjá leiklistarliðinu sem er að fara út...þið sem eruð hluti af því liði og lesið þetta blogg......ég mun hafa samb fljótlega

Þannig að

Stay tuned

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

SigurRós-sigurRós-Sigurrós-Sigur Rós , hvað er þetta með þetta nafn.

Svo er þetta ömurlegt band , band sem fattaði það að það er hægt að sé hægt að spila með fiðluboga á gítar og eitthvað svoleiðis rugl.

Ástar kveðjur Neminn

Matthías Freyr Matthíasson sagði...

Ég vil byðja fólk að skrifa undir nafni.

Takk

Nafnlaus sagði...

Sælir, þetta voru snilldar tónleikar.
Ég sá þig labba framhjá mér og kallaði á þig en þú heyrðir ekkert í mér.
allavega hafði ég það gott með teppi liggjandi í grasinu mest allan tíman.

Kveðja
Bassi