Kallinn byrjaður á átaki.....
Svona kem ég til með að líta út eftir mánuð......jæja ok kannski ekki alveg svo gróft. En ég semsagt er byrjaður í líkamsrækt í Hreyfingu. Er með einkaþjálfa og allann pakkann, verð hjá henni Addý 3var í viku næsta mánuðinn og síðan sé ég til.
Fyrsta skiptið var í dag og er ég að deyja í öxlunum, en það var það sem hún var að láta mig vinna í í dag. Mér lýst bara vel á þetta, hún virðist vita um hvað hún er að tala og svona, þannig að vonandi verður það þannig að þegar ég byrja í skólanum að ég meiki það sem um er að vera þar.
Annars er ég líka að skrifa þetta hér til þess að ég hafi ákveðið aðhald sjálfur......
þannig að
Stay tuned
miðvikudagur, júní 21, 2006
föstudagur, júní 16, 2006
Joel hinn hárfagri
Joel sem venjulega heitir Jóel hefur beðið mig um að gerast sérstakur ritari ævi sinnar frá og með 15 september næstkomandi. Eftir miklar og langar og strangar samningaviðræður hefur náðst samkomulag um kaup og kjör.
Felur þessi samningur í sér að hér á þessari bloggsíðu minni mun ég rita öðru hvoru um það sem þessi hárfagri einstaklingur tekur sér fyrir hendur. Mun þessi rit mín standa yfir á meðan dvöl okkar stendur í Rose Bruford College
Cafe Adesso kópavogi 16 Júní 2006.
Virðingafyllst
Matthías Freyr Matthíasson
Og
Jóel Ingi Sæmundsson
þannig að
Stay tuned
Joel sem venjulega heitir Jóel hefur beðið mig um að gerast sérstakur ritari ævi sinnar frá og með 15 september næstkomandi. Eftir miklar og langar og strangar samningaviðræður hefur náðst samkomulag um kaup og kjör.
Felur þessi samningur í sér að hér á þessari bloggsíðu minni mun ég rita öðru hvoru um það sem þessi hárfagri einstaklingur tekur sér fyrir hendur. Mun þessi rit mín standa yfir á meðan dvöl okkar stendur í Rose Bruford College
Cafe Adesso kópavogi 16 Júní 2006.
Virðingafyllst
Matthías Freyr Matthíasson
Og
Jóel Ingi Sæmundsson
þannig að
Stay tuned
föstudagur, júní 09, 2006
Elskulegi bíllinn minn er til sölu
Vegna þess að ég er að flytja út í haust þarf ég því miður að selja bílinn minn.....mig langar svo ekki til þess að gera það en sumu heldur maður og öðru sleppir maður og bíllinn minn er því miður eitt að því.
En þessi gullfallegi og vel með farni bíll er til sölu eins og áður hefur komið fram
Þetta er Renault Megane II, kom á götuna 3 Jan síðastliðinn. Keyrður 14.000.
Mjög vel með farinn, reyklaus og þrifinn og bónaður reglulega. Filmur í aftari rúðum eins og sjá má. Sumardekk á álfelgum og vetrardekk á stálfelgum.
Verð: 1900. þús eða yfirtaka á láni sem er 1900 þús c.a. eða tilboð.
Áhugasamir skilji eftir comment eða sendið mér meil......það kemur fram hér til hliðar
Þannig að
Stay tuned
Vegna þess að ég er að flytja út í haust þarf ég því miður að selja bílinn minn.....mig langar svo ekki til þess að gera það en sumu heldur maður og öðru sleppir maður og bíllinn minn er því miður eitt að því.
En þessi gullfallegi og vel með farni bíll er til sölu eins og áður hefur komið fram
Þetta er Renault Megane II, kom á götuna 3 Jan síðastliðinn. Keyrður 14.000.
Mjög vel með farinn, reyklaus og þrifinn og bónaður reglulega. Filmur í aftari rúðum eins og sjá má. Sumardekk á álfelgum og vetrardekk á stálfelgum.
Verð: 1900. þús eða yfirtaka á láni sem er 1900 þús c.a. eða tilboð.
Áhugasamir skilji eftir comment eða sendið mér meil......það kemur fram hér til hliðar
Þannig að
Stay tuned
fimmtudagur, júní 08, 2006
Hittingur hjá leiklistarfólki.....Framsókn í dauðateygjunum.....
Sit hér á Hressó og er að bíða eftir að fólkið sem er að fara í Rose Bruford í haust komi, allavega hluti þeirra. Við erum nefnilega nokkur sem vorum það heppin að komast inn. Við erum víst 4 talsins sem komumst inn á European Theatre Arts brautina, það verður fínt að hafa svona smá "support" til að byrja með.
Annars er það að frétta að ég og Jóel eða Joel eins og hann vill víst láta kalla sig í United Kingdom erum komnir með íbúð, tökum við pleisinu sem Siggi og Viktor eru í.
Framsóknarflokkurinn er að takast það sem Grjóni vinur minn óskar sér heitt....að hverfa af vettfangi íslenskra stjórnmála. Það á auðvitað að slíta þessari blessuðu ríkisstjórn og boða til kosninga. Hún er ekki starfhæf, ekki undir nokkrum kringumstæðum.
Annars er ég að velta fyrir mér....datt þetta bara í hug fyrir nokkrum sek.....hvað á ég að kalla mig úti...ég meina Jóel vill kalla sig Joel....á ég að vera bara Matti...eða Matt....eða Matt Gifler ( einkahúmor ) eða Matthías....eða Matthew......Þið ráðið.
Setjið svör í commentakerfið
Þannig að
Stay tuned
Ps: ÍA vann loksins
Sit hér á Hressó og er að bíða eftir að fólkið sem er að fara í Rose Bruford í haust komi, allavega hluti þeirra. Við erum nefnilega nokkur sem vorum það heppin að komast inn. Við erum víst 4 talsins sem komumst inn á European Theatre Arts brautina, það verður fínt að hafa svona smá "support" til að byrja með.
Annars er það að frétta að ég og Jóel eða Joel eins og hann vill víst láta kalla sig í United Kingdom erum komnir með íbúð, tökum við pleisinu sem Siggi og Viktor eru í.
Framsóknarflokkurinn er að takast það sem Grjóni vinur minn óskar sér heitt....að hverfa af vettfangi íslenskra stjórnmála. Það á auðvitað að slíta þessari blessuðu ríkisstjórn og boða til kosninga. Hún er ekki starfhæf, ekki undir nokkrum kringumstæðum.
Annars er ég að velta fyrir mér....datt þetta bara í hug fyrir nokkrum sek.....hvað á ég að kalla mig úti...ég meina Jóel vill kalla sig Joel....á ég að vera bara Matti...eða Matt....eða Matt Gifler ( einkahúmor ) eða Matthías....eða Matthew......Þið ráðið.
Setjið svör í commentakerfið
Þannig að
Stay tuned
Ps: ÍA vann loksins
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)