Orðinn íbúðareigandi
Já minns er orðinn íbúðareigandi,búinn að skrifa undir og ég veit ekki hvað og hvað:) Nú er bara eftir að fara og versla sér parket. Fór og skoðaði áðan og mikið er þetta dýrt.....bara skil þetta ekki.
Hitti mann á kaffibrennslunni í gær, það er kannski ekkert í frásögur færandi, en það var mjög gaman og fróðlegt að spjalla við hann. Hann gaf mér hugmynd sem ég get ekki skýrt frá alveg strax en mér leist vel á þessa tillögu hans og er alvarlega að hugsa mig um að framkvæma hana. Þegar ég er búinn að taka ákvörðun og þegar þetta verður allt ljóst að þá mun ég láta ykkur vita;)
Síðan er ég að fara til spánar eftir nokkra daga, verð í viku á einhverju það flottasta hótelinu á alicante, mamma og pabbi fara með mér og þetta verður vonandi geðveikt stuð.
Annars finnst mér alltaf jafn gaman að lífinu og er að fá að upplifa magnaða hluti og bara stemmara:)
Þannig að
Stay tuned
fimmtudagur, september 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju meið þetta allt saman :)
Skrifa ummæli