fimmtudagur, september 30, 2004

Stal þessu af Barnalandi.is

Þetta er með því fyndnara sem ég hef lesið


Nú skaut maðurinn minn sig rækilega í fótinn!
Jæja ég vona að ég hneyksli enga viðkvæma sál núna, c",) Maðurinn minn er staddur í útlöndum svo sem ekki í frásögur færandi. Nema hvað að hann er með alveg einstaklega perralegan einkahúmor og hefur átt það til að vera senda mér allskyns typpamyndir í símann minn. Gert mig vandræðalega á alvarlegum fundum og svoleiðis. Nema hvað, fær þessi elska ekki svona grallarahugmynd í dag. Hann gengur þó lengra en hann hefur nokkurn tíma gert og tekur mynd af sjálfum sér! Já nöktum. Sendir svo myndina með afskaplega fögrum skilaboðum sem segja "sakna þín, þinn Big Daddy". Svo undrast hann verulega að hann fær ekkert svar, ég er vön að svara svona ósóma med det samme. Jæja hann gefur þessu smá tíma og hringir svo í mig. Spyr mig hvort að ég hafi ekki verið að fýla húmorinn. Ég kem alveg af fjöllum. Nákvæmlega enginn hringt í mig eða sent mér skilaboð í dag. Þá fór nú aðeins um hann karlangann minn og hann segist ætla að athuga þetta betur. Svo hringir hann aftur 5 mínútum seinna, röddin skjálfandi og ekki laust við að hann var klökkur. Segir mér tíðindin, hann sendi skilaboðin til PABBA MÍNS! Við erum með eins númer nema síðasti stafurinn er annar og einhvernveginn klúðraði hann þessu svona ægilega. Þannig að nú get ég verið nokkuð örugg um að vera laus við þessar mynd-sendingar hans í framtíðinni c",)

Þannig að

stay tuned

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þessir myndasímar eru verkfæri d...