Rosalegt.......Bravó Vesturport...Bravó
Ekki skrýtið að sýning vesturports á Rómeó & Júlíu hafi slegið í gegn hér heima og úti. Var að koma af lokasýningunni hér heima á þessu verki hjá þeim og ég er dolfallinn.
Þetta er ein magnaðasta sýning sem ég hef séð, leikurinn,tónlistin og fimleikaatriðin gera þessa sýningu að einni bestu mögulegu skemmtun sem völ er á.
Hópurinn er víst á leið aftur til Bretlands að sýna þar og síðan til New York eftir áramót að sýna á brodway.
Til hamingju Vesturport með frábæra sýningu og gangi ykkur vel að sigra heiminn.
Þannig að
Stay tuned
Ps: Það eina slæma var það aðég gat ekki hoppað uppá svið og tekið þátt með þeim. Fann það svo sterkt í kvöld að þetta er Það sem ég vil, að leika. Það kemur með tíð og tíma :D
mánudagur, september 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli