Var að koma af málþingi á Höfn í Hornafirði
Á síðastliðinn mánudagsmorgun var hringt í mig frá Höfn í Hornafirði og var í símanum maður að nafni Haukur, gegnir sá maður starfi íþrótta & æskulýðsfulltrúa á Höfn. Var hann að athuga hvort að ég kæmist á höfn á Miðvikudaginn ( Í gær ) til að vera með smá fyrirlestur um H-húsið og sambærileg hús.
Ég gat nú ekki hafnað svona góðu boði og ákvað að skella mér. Og á Miðvikudagsmorguninn vaknaði ég klukkan 5, þar sem ég er fluttur úr Hveragerði og aðeins lengra fyrir mig að fara en venjulega og ég átti pantað flug klukkan 08:15.
Var kominn á Reykjarvikurflugvöll klukkan 1/2 8 og allt í góðu með það, var svo sem ekkert rosa hrifinn af því að fara að fljúga, þar sem að ég já er bara nokkuð smeikur við það, nema um er að ræða BOINGvélar ( hvernig sem það er skrifað,svona vélar sem eru í millilandaflugi ). Síðan þegar kallað er í flug að þá fékk ég vægt áfall, því þegar ég gekk inní vélina að þá sá ég að þetta er svokallað "rör" semsagt bara 2 sætaraðir, ein sitthvorum meginn og óþægilegustu sæti bara ever og ekkert klósett, sem fyrir ykkur sem þekkja mig vita að er óþægilegt fyrir mig. Og þegar var komið á brautarenda tilkynnti flugmaðurinn það að það væri þoka á Höfn þannig að það þyrfti að hætta við og var ekki flogið fyrr en klukkan 11:00
Ok....nóg um það, flugið tók um 5o mín og ég í spreng í 30 min af þeim :) Þegar komið var á Höfn að þá tók fyrrnefndur Haukur á móti okkur ( vorum nokkur kominn til að taka þátt í þessari ráðstefnu ) og byrjuðum við á því að fá okkur að borða og síðan kom smá bið og loks byrjaði málþingið
Þetta málþing fjallaði um stöðu ungs fólks á Hornafirði og í skólanum og hvað þau gætu tekið sér fyrir hendur til að gera lífið á Höfn skemmtilegra, menningalega séð. Var þetta rosa skemmtilegt og fróðlegt að kynnast lífi ungs fólks sem er svona langt í burtu frá öllu, 300 km til Egilsstaða og 400 km RVK.
Síðan var farið að borða á kaffihorninu og fékk ég mér þar humar, bæði í forrétt og aðalrétt og var það ekkert smá gott, tók reyndar svoldin tíma að fá matinn á borðið en það var allt í lagi.
Eftir allt þetta að þá fór ég uppá hótel og lagðist uppí rúm, eftir langan og strangan dag, sá NORSKA dómarann eyðileggja leikinn fyrir okkur íslendingum og reynda léleg vörn oft á tíðum.
Og í morgun fór ég og keypti Humar áður en var flogið heim, og þegar ég kom á flugvöllinn ( var seinkað um klukkutíma vegna þoku,núna var þokan í RVK ) var ég nálægt því að biðja bara um bílaleigubíl, því flugvélin sem flutti okkur til baka var 8 sæta vél.......common....þetta er örugglega bara vegna mín, en þar sem ég er hugrakkur lét ég mig hafa þetta
Og nú er ég bara í Hveragerði að deyja úr þreytu. En ég vona að Hornfirðingar muni nota það sem kom útúr þessari ráðstefnu og gera e-d sniðugt.
Alllavegana er tvennt ákveðið eftir þessa ferð, ég ætla þangað á næsta ári á humarhátíðina og ég ætla keyrandi
Þannig að
stay tuned
fimmtudagur, september 09, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er glöð með það að þú skulir vera kominn aftur til baka.....LIFANDI :)
Skrifa ummæli