Leikarinn orðinn gamall
Já, aldurinn færist yfir mann, það líður að því að maður leggjist bara á grafarbakkann og bíði eftir því að mokað verði yfir mann. Jæja ok kannski ekki svo dramtíkst, en í alvörunni að þá er ég 24 ára gamall í dag, jei til hamingju, en samt þegar ég varð 23ja ára að þá var það miklu meira sjokk eitthvað.
En loksins birti sjálfstæðistíðindin greinina mína í gær,veiveivei......síðan er bara að sjá hvort að Þorgerður svari manni. Síðan byrjaði um daginn á leiklistarnámskeiði hjá leiklistarsjeníunum og er það þvílík snilld, og hann Darren kemur mér virkiega mikið á óvart, hann er búinn að kenna mér fullt af nýjum hlutum á stuttum tíma.
Annars ætla ég bara að njóta dagsins og svona, já meðan ég man eftir því að þá gaf ég Mömmu & Pabba út á borða á lækjarbrekku, sorry ladies.....allar þið fjölmörgu sem sóttuð um:)
Þannig að
Stay tuned
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli