Baltasar leikstýrir Colin Farrell
Tekið af vef Rúv
Í bígerð er að taka upp kvikmynd í Rangárvallasýslu sem skarta mun þekktum leikurum frá Hollywood svo sem Colin Farrell, sem lék í spennumyndinni Phonebooth.
Baltasar Kormákur er leikstjóri og einn framleiðenda myndarinnar og vill hann taka myndina upp að hluta á Hellu og Hvolsvelli og í nágrenninu. Sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi Ytra sem Eystra hafa tekið vel í erindi Baltasars, enda spennandi verkefni.
Baltasar Kormákur ræðir við sveitarstjórnarmenn á næstu vikum en ekki liggur fyrir hvenær tökur á myndinni hefjast, ef af verður. Ljóst þykir að það verði ekki alveg á næstu mánuðum þar sem Colin Farrell leikur Alexander mikla í stórmynd Olivers Stones, sem nú er í smíðum.
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli