Allt að gerast..boltinn byrjaður að rúlla og erum að skoða húsnæðismálin í London
Ég fór í gær til Grindavíkur að horfa á leik heimamanna og ÍA í fyrstu umferð íslandsmótsins í knattspyrnu. Því miður fyrir mína menn að þá gekk ekki sem skyldi, þeir töpuðu 3-2 og var það sárt því væntingar eru svo sannarlega mikla í mínum gamla heimabæ fyrir þessu knattspyrnusumri.
Það verður bara að segjast eins og er að Grindavík var að stórum hluta miklu betri í þessum leik og er það greinilegt að gamla skagakempan Siggi Jóns er að gera góða hluti þar. Þeir eru með mikla og góða og hraða sóknarmenn sem svo sannarlega eiga eftir að valda einhverjum liðum skráveifu í sumar. Samt má hann Mounir Ahandour sóknarmaður Grindvíkinga passa sig með leikaraskapinn, hann er of gjarn á að láta sig detta við minnsta tilefni....minnir mig á Drogbda hjá Chelsea hvað það varðar.
Nú verða varnarmenn skagamanna að bretta upp ermanar og láta að sér kveða fyrir næsta leik.
Síðan voru að berast mér þær fréttir frá Sögumanninum að allt sé að fullu við að setja upp sýninguna, mun víst verða haldinn fundur í vikunni með forsvarsmönnum Menningarnætur í Reykjavík um hugsanlegt samstarf. Þannig að það allt er voða spennandi.
Síðan er ég að vona að Jóel sé búinn að heyra frá Viktori þannig að það fari að koma í ljós hvort við þurfum að fara að leita að íbúð eða hvort við getum tekið þeirra íbúð yfir á leigu.
Þannig að
Stay tuned
mánudagur, maí 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Fyrst að þú varst hvort sem var kominn til Grindavíkur þá hefði mér fundist allt í lagi að þú hefðir kíkt til okkar! :)
Hitakútur á Cafe Kidda Rót laugardagskvöldið 20. mai.... sjáumst þar.
Bara að auglýsa það:)
uuu...ég hugsa að þetta sé e.valberg eða betri helmingur hans sem ritaði fyrra commentið....ég var að vinna þennan dag en fékk Grjóna snilling til þess að vera fyrir mig í 3 tíma
Skrifa ummæli