Fótboltasumarið 2006...spá mín fyrir úrvalsdeildina
Svona lítur spáin mín út......
Nr 1: ÍA.....ég get ekki annað en verið bjartsýnn fyrir sumarið hjá mínum mönnum. Erum komnir með "gömlu" jálkanna aftur og erum með fullt af ungum og efnilegum mönnum. Síðan er ekki að skemma fyrir að stuðningsmannafélag er komið á koppinn og virðist vera mikil stemmning fyrir sumrinu
Nr 2: FH....Þeir eru sterkir þrátt fyrir að hafa misst menn, bæði frá sér og í meiðsli.
Nr 3: KR.....Ekki það að ég óski þeim svona góðri stöðu en ég hugsa að menn séu svoldið að vanmeta KR. Eru með einn besta varnarmann landsins og góða strikera ef þeir detta í gang. Teitur er góður en þetta verður ekki þeirra ár
Nr 4: Valur.....voru heppnir í fyrra
Nr 5: Grindavík.....hef mikila trú á Sigga sem þjálfara
Nr 6: Keflavík....sama og með Val...heppnir í fyrra.
Nr 7: Fylkir.....Með nýjan þjálfara sem hefur enga reynslu af að stjórna liði í efstu deild , nema sem aðstoðarþjálfari.....gæti samt orðið spútnikliðið
Nr 8: Víkingur.....Hugsa að þeir haldi sér uppi en ekki mikið meira en það...Maggi er fínn þjálfari en þarf tíma
Nr 9: Breiðablik.....þeir eru grænir og hvítir og falla á haustin....það breytist ekkert.....eru með ofmetnasta þjálfara landsins
Nr 10: ÍBV.....það að fylla liðið af útlendingum eins og ÍBV eru að gera hefur aldrei gert góða lukku s.b.r. Leiftur. En samt vona ég þótt að spáin sé svona að ÍBV haldi sér uppi....það er ákveðin stemmning að fylgjast með ÍBV...veit ekki hvort að það tengist þjóðhátið eitthvað
En annars er maður bara orðinn svoldið mikið spenntur eftir að mótið loksins byrji......þetta verður stemmari
þannig að
stay tuned
mánudagur, maí 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli