Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað
Ekki á að skilja fyrirsögnina sem svo að ég sé eitthvað rosalega bömmd át....alls ekki, hef bara aldrei prófað að hafa svona skáldlega fyrirsögn:p
Ég lofaði því einhvern tíman um daginn að opinbera það hver ég er....þ.e.a.s. hver http://leikari.blogspot.com sé. Einhverja hluta vegna hef ég ekki gert það og ætlaði mér svosem aldrei að opinbera það þegar ég byrjaði með þessa síðu fyrir þrem árum síðan.....En ég semsagt heiti Matthías Freyr Matthíasson og er ég 26 ára gamall. Kem upprunalega ofan af skaga og hef þvælst á milli nokkura bæjarfélaga síðan ég varð unglingur.
Síðatliðin ár hef ég haft atvinnu af því að vinna með börnum og unglingum, sem og menningarlegu starfi með ungu fólki. Ég er pólitískur eins og fram hefur komið á þessari síðu, er samfylkingarmaður og er í stjórn ungra jafnaðarmanna. Ég er með leiklistarmaníu á háu stigi og draumurinn er að fá tækifæri til þess að læra það fag. Hef ég sótt 4 sinnum hér heima og ekki komist inn, og hef því tekið þá ákvörðun að reyna ekki aftur hér heima. Í staðinn er ég að sækja um í bretlandi og vonandi getur það gengið upp. Er reyndar skíthræddur við það, það er eitthvað ógnvekjandi við það að hugsanlega flytjast til útlanda en það eru líka ákveðin tækifæri í því.
Annars er bara gaman að lifa og ég er sáttur við guð og menn, og dagar lífs míns hafa engum lit glatað.
þannig að
Stay tuned
Ps: ætti ég að breyta undirskriftinni? Er búinn að vera með þessa nokkuð lengi, segið álit ykkar í commentum
föstudagur, mars 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég nota alltaf "Yfir og út" þegar ég er að klára mínar bloggfærslur. Veit ekki hvað er best samt. Bert Ljung var alltaf með nokkuð góðar kveðjur; "Bless og takk, ekkert snakk" og eitthvað þannig, spurning að kíkja í gamlar Bert bækur og fá innblástur þaðan. :P
flott að klára þetta svona annars lýst mér betur á "Delenda est Framsóknarflokkurinn". :)
Amm Grjón....ætla samt að leyfa þér að eiga þá setningu þótt við séum á sama meiði með það.
Ævar takk fyrir tipsið með Bert...var búinn að gleyma þeim snilldarbókum
Skrifa ummæli