fimmtudagur, september 29, 2005

Er kominn til spánar

Jámms minns er sko kominn i sólina og ekki er tad slaemt krakkar, tegar tetta er skrifad ad ta er klukkan 23:40 ad stadartima og hitinn er um og i kringum 23 stig, bara frábaert sko

Mun kannski skrifa eitthvad herna inn ef eitthvad markvert gerist

tannig ad

stay tuned

miðvikudagur, september 28, 2005

Viva la Spain!!!!!!!.................arriiibbbbaaaaaa........andelei andelei......speady conzale..........

Minns er að fara eftir nokkuð nákvæmlega 21 tíma til spánar, og það í fyrsta skiptið sem ég fer til sólarlanda......þetta verður magnað alveg hreint, hótelið sem við verðum á er eitthvað það flottasta sem ég hef séð, allavegana af myndum að dæma:)

En addna....veit ekki hvort að ég skrifi eitthvað hér inn á meðan ég er úti, ætla eiginlega bara að slappa af í sólinni og lesa handritið að leikritinu og eitthvað svona chill.....læt kannski eitthvað fljóta hérna inn..

Þannig að

Stay tuned

þriðjudagur, september 27, 2005

Andsk.......klukkvesen.....Grjón...ég er ekki sáttur við þig núna.....ohhhh.....jæja......

Ég var víst klukkaður af honum Grjóna og kann ég honum ekki miklar þakkir fyrir.........var að vona að ég slyppi við þetta.

En eins og ég skil þetta að þá á ég að skrifa 5 ómerkilegar staðreyndir um mig.

Nr 1: Leikarawannabe Ég er búinn að vilja verða leikari síðann ég var 6-7 ára gamall og hef unnið að því hörðum höndum síðan. Það rætist vonandi sem fyrst

Nr 2: Leikaraferillinn Hef tekið þátt í fjölda leiksýninga á vegum skóla, hvort þá heldur grunn eða framhalds. Einnig á vegum áhugamannaleikfélaga. Hef leikið í augl og tveim kvikmyndum, önnur þeirra er af mörgum talin besta barnamynd sem búin hefur verið til á ísl og þótt víða væri leitað og fékk verðlaun því til staðfestingar, hin.....jæja...skulum ekkert tala um hana:) Er að taka þátt í uppfærslu hjá stúdentaleikhúsinu í vetur, er þar í nokkuð stóru hlutverki, með mögnuðum hópi af krökkum og magnaðan leikstjóra. Er það fyrsta leiksýning sem ég tek þátt í síðan ég leik bakaradrenginn í dýrunum í hálsaskógi fyrir þrem árum síðan

Nr 3: Pólitík Þegar ég var krakki að þá bað Stína systir afa og Bubbi maður hennar ( blessuð sé minning þeirra ) að bera út rósir fyrir Alþýðuflokkinn og fékk ég pening fyrir. Þetta voru mín fyrstu kynni af pólitík. Og þegar ég varð eldri að þá kynntist ég jafnaðarmannahugsjóninni og tók þá ákvörðun að leggja mitt af mörkum í garð hennar. Er semsagt Samfylkingarmaður og er stoltur af, hef miklar og sterkar skoðanir og hef gaman af pólitík og ætla mér að halda áfram að starfa fyrir Samfylkinguna.

Nr 4: Fréttir Ég er fréttasjúklingur eins og vinir mínir þekkja

Nr 5: Ég Er einhleypur og vinamargur, hef verið mjög heppinn með það að fá að vinna við það sem mér finnst gaman, á æðislega vini og fjölsk. Ég er á leið til spánar á fimmtud í fyrsta skiptið

Þannig að

Stay tuned

mánudagur, september 26, 2005

Varð bara að setja eitthvað inn

Ég nenni ekki að skrifa um þetta blessaða Baugsmál allt saman, eina sem ég mun skrifa er það að mér finnst sorglegt hvernig þetta er allt saman og ef satt reynist að þá þurfa æðstu menn í stjórnkerfinu og löggjafavaldinu að endurskoða sína stöðu í sammræmi við siðferði ( efast reyndar að það verði )

Sá kallakaffi á rúv í kvöld, ok gott og vel að það sé verið að gera svona þætti á íslandi en er ekki hægt að gera betur og í guðanna bænum sleppiði þessum dósahlátri, en ég ætla ekki að dæma þetta allt saman á einum þætti, þarf að sjá næstu tvo-þrjá þætti til að geta fulldæmt þetta

Ætla ekki að eyða orðum minum á þættina LEITIN.

Er að fara að taka þátt í sýningu stúdentaleikhússins í vetur, það er búið að kasta í hlutverk og ég fæ það skemmtilega hlutverk að vera gamall dauðvona kall:) En það er snillingurinn Agnar Jón Egilsson sem ætlar að leikstýra og skrifar verkið upp úr kvikmyndinni Magnolia.

En er annars að fara til spánar á fimmtudaginn og hlakka mikið til, þetta verður bara gaman vonandi:)

En jú eitt, ég fór til Selfoss í gær með hóp af fólki í ákveðnum tilgangi, mikið var þetta gaman og vonandi að þessi stemmning verði viðvarandi

Þannig að

Stay tuned

föstudagur, september 16, 2005

Mikil snilld:).........vissi þetta ekki, spurning hvernig Víðir tekur þessu:o)

Las þetta líka snilldar comment í krítík Þeirra sem eru á móti öllu á myndinni Strákarnir okkar "Skjöldur Eyfjörð og Björn Hlynur léku sín hlutverk einna best leikenda en þeir leika um tíma par"

Ég vissi ekki betur en að sá sem lék "kærasta" Björns í myndinni héti Víðir Guðmundsson og væri nemandi í Leiklistardeild LHÍ.

Aftur á móti kemur fyrrnefndur Skjöldur fram í kannski 5 sec.

Gott að vera með hlutina á hreinu þegar maður er að skrifa á opinbera vefsíðu stjórnmálaflokks....

Þannig að

Stay tuned
Finnst Gaupi ( íþróttafréttamaðurinn á Stöð 2 ) ekkert sérlega skemmtilegur, en þetta er snilldin ein:)

Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan...eins og allt lið Manchester United

Þannig að

Stay tuned

fimmtudagur, september 15, 2005

Náði að sjá mynbandið með Sigur-rós

Og það er geðveikt

Þannig að

Stay tuned

miðvikudagur, september 14, 2005

Þetta er nú ekki svo slæmt


Your theme song is Here Comes The Sun by The Beatles. You always look on the bright side of things and try not to let reality get you down. The Beatles are classics and so are you! Congrats!
Ég er í miklu blogg stuði þessa dagana

Sá áðan í Tv-inu myndbandið "wake me up when september ends" með hljómsveitni Green Day. Þetta er rosalega flott lag og myndbandið alls ekki síðra, það útskýri einhverju leyti lagið líka sko:)

En talandi um myndbönd, eins og þið sjáið sem lesið þetta blogg mitt að þá féll ég í stafi yfir Sigur-Rósar plötunni, ok gott og vel, ég er búinn að heyra svo magnaða hluti um myndbandið við lagið Glósóli. Ég downlodaði því en get ekki opnað það einhverja hluta vegna.........er bara ekki alveg að kunna á þessa tölvu druslu.....en ég elska hana samt:D

Þannig að

Stay tuned
Afhverju áttu ekki kærustu.....þú ert svo gamall!!!!!

Fyrir það fyrsta að þá tek ég það fram að þið sem mig þekkið vitið mæta vel að ég er EKKI gamall!!!!! Rétt ný orðinn 25 ára takk fyrir.

En ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er sú að ég var spurður af því um daginn af litla frænda mínum þegar við vorum að ræða lífið og tilveruna. Læt samtalið flakka

Ég: Hvað segiru svo ( nafn ) ertu ekkert farinn að eltast við stelpurnar í bekknum?
Litli fr: Ohhh......hættu þessu....þetta er ekkert fyndið
Ég: Ég er ekkert að reyna að vera fyndinn, hætta hverju, ég er bara að forvitnast um litla frænda minn og kvennamál hans
Litli Fr: æææææ.....hættu þessu....( og svo komu nokkur hnefahögg )
Ég: Ok, ég skal hætta, hvað ætlaru að vera að gera í vetur?
Litli Fr: Ég veit það ekki, kannski eitthvað í skátunum og bara eitthvað
Ég: Já....hvaða stelpa er í skátunum sem þú ert að spá í
Litli fr: Ha? hvað áttu við
Ég: Nú það hlýtur að vera einhver stelpa í skátunum sem þú ert að spá í
Litli fr: Sko ( nafn mitt ) afhverju átt þú bara ekki kærustu, þú ert orðinn svo gamall!!!!!!

Þarna tók ég þá ákvörðun að nefna ekki þetta aftur við hann, komandi með ærumeyðingar og ég veit ekki hvað og hvað........

Þannig að

Stay tuned
Sigur Rós.....Takk.......eins sú mesta snilld sem ég hef heyrt

Keypti mér nýju plötuna hjá Sigur Rós í dag.......og vá maður lifandi.....það er ekkert skrítið að þessi plata er að fá þá dóma sem hún fær og það er ekkert skrítið að þeir séu svona vinsælir.......rosalega falleg og æðisleg plata.....mæli hiklaust með henni við hvern sem er

Einnig verð ég að segja ykkur að þið verðið að kynna ykkur tónlistarmann sem heitir Jack Johnsson.....rosalega góður tónlistarmaður en
  • Grjóni lögfræðingur
  • kynnti mig fyrir honum, reyndar alveg eins og með þegar hann kynnti mig fyrir bróður sínum honum Damien Rice

    Þannig að

    Stay tuned
    Ok, eins og þið sjáið að þá missti ég mig aðeins í þessum prófum.....

    en þetta er bara svo gaman, en ég mun reyna að gera eitt og eitt svona reglulega, ekki allt í einni röð

    Þannig að

    Stay tuned

    þriðjudagur, september 13, 2005

    Bessi Bjarnasson látinn

    Einn albesti gamanleikari þjóðarinnar kvaddi þennan heim í gær. Ég man eftir því þegar ég var lítill að hlusta á dýrin í hálsaskógi og hann var þar í sínu hlutverki sem Mikki refur. Ég votta aðstandendum Bessa mína samúð.

    Þannig að

    Stay tuned

    mánudagur, september 12, 2005

    Ok getur einhver sagt mér hvað er málið!!!!!!


    Ég satt best að segja að ég ekki undir neinum kringumstæðum skil allt þetta thing í kringum þessa stelpu Ég meina, æææææ.....ég nenni varla að spá í þessu, en bara varð að setja þetta á síðuna.

    Annars er allt við það sama

    Þannig að

    Stay tuned
    Ammælisboð.....Hressó.....Afrískar fléttur

    Jamms minn fór sko í ammælisboð hjá Tilvonandi Frú Lögfræðingur en hún varð 25 ára á föstudaginn, til hamingju með það. En þetta var líka svona rosa mikið stuð, mikið hlegið og mikið gaman, alltaf gaman að kynnast nýju fólki en það gerði ég einmitt þarna, fólki sem ekki væri verra að þekkja betur.

    En eftir að hafa setið fjögur saman ( hin voru einhverstaðar í húsinu eða farin á Hressó, Lögfræðingurinn og Konan hans fengu gefins ísskáp á chattii við nágrannan ) í góðan tíma og spjallað saman um pólitík, kárahnjúka, ítalíu og slóveníu, Nígeríu og afrískar fléttur að þá var ákveðið að fara á hressó.

    Þegar þangað var komið að þá var farið að dansa og eitthvað, massa stemmari í húsinu og FM hnakkinn hann Heiðar Austmann var að Dj- a píkupoppinu hægri vinstri. En mikið var nú gaman að vera skýr í kollinum og horfa á mikið af þessu liði þarna, sem eru í sömu sporum og ég var fyrir nokkrum árum, ekki langar mig í það maður.........

    En ég veit það ekki, þetta var rosa gaman og rosalega góður félagsskapur og allt það, en þegar ég vaknaði á Laugardagsmorguninn með þessa rosa "þynnku" ef svo má að orði komast, hausverk eftir tónlistina, reykjarmökkinn og fötin illa lyktandi að þá veit ég það að ég nenni ekki að standa í þessu um hverja helgi.

    En í gærkveldi að þá fór ég og hitti Lögfræðinginn & Konu hans og á nýja heimilinu þeirra, sátum við og átum pizzu og gláptum á myndir. En á meðan við vorum að glápa að þá ákvað Tilvonandi frú lögfræðingur að taka úr sér afrísku flétturnar sem hún var með í höfðinu eftir förina til Nígeríu og ég og kallinn hennar ákváðum að hjálpa henni, tók einhverja tíma, en var vel þess virði að sjá hárið á henni eftir það.....það var bara eins og 1985 væri komið aftur.......algjör snilld

    en ég skrifa meira seinna

    Þannig að stay tuned

    fimmtudagur, september 08, 2005

    Orðinn íbúðareigandi

    Já minns er orðinn íbúðareigandi,búinn að skrifa undir og ég veit ekki hvað og hvað:) Nú er bara eftir að fara og versla sér parket. Fór og skoðaði áðan og mikið er þetta dýrt.....bara skil þetta ekki.

    Hitti mann á kaffibrennslunni í gær, það er kannski ekkert í frásögur færandi, en það var mjög gaman og fróðlegt að spjalla við hann. Hann gaf mér hugmynd sem ég get ekki skýrt frá alveg strax en mér leist vel á þessa tillögu hans og er alvarlega að hugsa mig um að framkvæma hana. Þegar ég er búinn að taka ákvörðun og þegar þetta verður allt ljóst að þá mun ég láta ykkur vita;)

    Síðan er ég að fara til spánar eftir nokkra daga, verð í viku á einhverju það flottasta hótelinu á alicante, mamma og pabbi fara með mér og þetta verður vonandi geðveikt stuð.

    Annars finnst mér alltaf jafn gaman að lífinu og er að fá að upplifa magnaða hluti og bara stemmara:)

    Þannig að

    Stay tuned

    mánudagur, september 05, 2005

    Hugsanir um ekki neitt........er það til?

    Sit hér á Kaffibrennslunni og drekk latte og reyki.......voða healthy eitthvað:)
    Hausinn á mér er eitthvað svo rólegur, óvanalegt en svona er þetta víst þegar maður er í góðri tengingu. Fór áðan uppí leiklistardeild. Mikið rosalega langar mig til að vera nemandi þarna....vá hvað ég óska þess að Guð gefi að það megi verða, þannig að ég þurfi ekki að fara til útlanda til þess að læra það sem hugur minn og hjarta stefnir á.

    Ekki það að ég sé eitthvað ósáttur við það að vera að gera það sem ég er að gera þessa dagana, alls ekki, en þessi þrá til að verða leikari hefur ekkert gert annað en að vax og jafnfram líka þroskast. Það sem áður ég stefndi að, .þ.e.a.s. heimsfrægð og peningar hefur vikið fyrir þeirri þrá að læra og þroskast sem leikari og hafa jafnframt nóg fyrir mig og mína.

    Sá einmitt Hannes, Stebba og Bjart á laugardaginn ( þeir voru með mér í lokahópnum í vor og komust inn ) og mikið væri ég til í að vera með þeim í bekk maður.

    Þannig að ég er bara búinn að vera að skoða handrit með það í huga að fá monuloga fyrir vorið og Jakob ætlar að vera mér innan handar eins og síðast. Snillingur sem hann er. Síðan er möguleiki á að maður fái eitthvað að talsetja fyrir hann....það væri auðvitað snilld.

    Sá eina bestu mynd sem ég hef séð, motorcycle Diaries, ævisaga byltingaforingjans Che Guevara, eða semsagt saga hans frá 23 - 24 ára aldurs, áður en hann varð þessi byltingasinni. Hann fór ásamt vini sínum í mótórhjóla road trip frá Argentínu til Venuzela og fjallar þessi mynd um það og hvernig þessi ferð breytti honum og kveikti hjá honum þessar hugmynd um að eyða stéttarskiptingu. Allavegna varð ég heillaður af þessari mynd og af Che, jú hann var morðingi og allt en ég skil hugsjónir hans, en er ekki sammála framkvæmdinni. ég mæli hiklaust með þessari mynd við hvern sem er.

    Er síðan alltaf jafn hissa á þessum kærleika sem býr í brjósti mínu, mér finnst magnað að ég þurfi ekki lengur að vesenast í ýmsu kjaftæði sem ég var að vesenast í áður fyrr. Að eiga Mömmu & Pabba sem trúnaðarvini og fjölsk mína að er geggjað. Ok þetta er kannski væmið en þannig er ég og skammast mín ekkert fyrir það. Ég elska vini mína og fjölsk og ber kærleika til samferðarfólksins míns ( reyni það allavegana )

    Mest mikilvægustu persónunar í mínu lífi eru, Mamma & Pabbi, Stóru Bróannir mínir og fjölsk þeirra. Síðan eru vinir mínir þarna á meðal, s.s. Emmý og Bragi, Keli, Eyja, Eiríkur og Elín ofl ofl.......þið vitið vonandi hverjir þið eruð.

    Er svo innilega þakklátur elsta bróanum mínum fyrir það að hleypa mér inná síg og sína family, leyfa mér að búa og borða þar, þangað til að ég fæ íbúðina afhenta. Takk Takk Takk.........

    Æi ég vona að ég geti sýnt öllum þeim í kringum mig væntumþykju mína í verki, þótt ég segi það kannski ekki með orðum.

    Þannig að

    Stay tuned

    sunnudagur, september 04, 2005

    Strákarnir Okkar

    Ok

    Ég semsagt fór á frumsýningu á myndinni strákarnir okkar eftir Robert Inga Douglas.

    Ég fór með nokkuð miklar væntingar í bíóið, því að ég er mikill aðdáandi Ísl draumsins og maður eins og ég ( hinar myndirnar hans RID )

    Og ég get með sanni sagt að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, síður en svo. Þessi mynd er mikil snilld, uppfull af lúmskum húmor og skemmtileg heitum

    Það er líka fyndið hvernir þeir gera grín að þessum fordómum sem ríkja í garð samkynhneigða, og þeir kannski ýkja það ef eitthvað er, en það missir samt ekki marks.

    Leikararnir voru flest allir að standa sig mjög vel. Björn Hlynur var yndislegur sem Óttar og ég satt best að segja skil ekki krítígina sem kom í Mogganum í dag "að Björn Hlynur væri álíka trúverður hommi eins og Arnold Swazznegger var sem óléttur maður í Júníor"

    Nú veit ég ekki hvort að gagnrýnandi Moggans hafi fundist það skrítð að sjá mann leika homma og ekki þurfa að tala kvennlega eða vera kvennlegur til þess að geta gert hlutverkið að sínu, en það liggur í orðum hans að maður þurfi að uppfylla einhverjar steríótípuímynd til þess að geta leikið homma og verið trúverður. Ég er algjörlega ósammála þessum gagnrýnanda, fannst Björn standa sig frábærlega.

    Lilja Nótt leikur Guggu og skilar sínu, en kannski ekkert meira en það

    Sigurður Skúlasson leikur pabba Óttars og þjálfara KR og sýnir enn og aftur snilldarleik. Þessi maður er snillingur.

    Víðir Guðmundsson leikur " Danna " að ég held ( man það ekki alveg ) sem er kærasti Óttars, og fær Víðir mikið respect frá mér fyrir sinn þátt í myndinni. Skilar sínu mjög vel

    Jón Atli Jónasson, co writer að handriti leikur bróður Óttars og Jón ásamt Arinbirni eru senuþjófar þessara myndar. Jón er yndislega mikil asni og vibbi að það hálfa væri meira en nóg. Algjör snilld

    Arinbjörn Björnsson leikur son Óttars og vá....mikið efni þar á ferð, enda sonur Björns Inga Haraldssonar og Eddu Heiðrúnar.

    Helgi Börnsson & Björk Jakobs leika hjón sem sjá um Pride united og eru virkilega flott "hjón" og skemmtileg viðbót við myndina.

    Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem vilja skemmta sér vel og innilega í bíó

    ***** af ***** mögulegum

    fimmtudagur, september 01, 2005

    Halló

    Sit hér á súfistanum í Hafnarfirði, er að bíða eftir henni Eyju. Ég fer síðan að vinna á eftir og verð í fyrsta skiptið einn, það verður vonandi bara fínt.

    Er ekkert viss um að Íbúðin verði tilbúin á þeim tíma sem gefinn er upp, en ég er svo sem ekkert heldur að stressa mig á því.

    Jæja, ég bið að heilsa

    þannig að

    Stay tuned