Stór dagur í lífi leikarans
Í dag var opnað H-húsið í Hveragerði, H-húsið sem er afþreyinga og framkvæmdasetur ungs fólks er loksins orðið að veruleika og ég er forstöðumaður þess.
Ég var ekkert bjartsýnn í gær, var raddlaus af hálsbólgu, fór í tvenn útvarpsviðtöl í gærmorgun, annað hjá Fm-hnökkunum og hitt hjá Rólegt og rómatískt og hljómaði ég eins og ég hefði drukkið pela af wisky og reykt 4 pakka af fillterslausum camel, mög fyndið, endirinn vað snubbóttur hjá létt vegna þessa, ,gat varla komið upp orði:)
Síðan þegar ég kom aftur í Hveragerði, að þá mögnuðust bakverkinir sem ég var búinn að vera með allan morgunnin þannig að á endanum að þá fór ég í bakinu og endaði uppá spítala.
Eftir að hafa lagt mig að þá kom ég aftur í húsið og þá var allt á eftir áætlun og ekki líklegt að við myndum ná að opna, en Guð er góður og unga fólkið hér sýndi virkilega mátt sinn og dugnað og með samstilltu átaki náðum við að opna í dag klukkan 14:00 eins og auglýst hafði verið og áætluð tala þeirra sem komu og skoðuðu aðstöðuna er um 60 - 70 manns, kannski fleiri.
Og síðan núna er pása, opnum aftur klukkan 20:30 og þá eingöngu fyrir unga fólkið og mun m.a. Lalli sem var eitt sinn fyndnasti maður íslands koma og skemmta ofl ofl.
Þannig að
Stay tuned.
laugardagur, mars 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli