ÉG KOMST INN!!!!!!!!!
ÉG KOMST Í LEIKLISTARSKÓLA ÚT Í BRETLANDI!!!!!!!
Ég fékk að vita það áðan í tölvupósti að ég hafði fengið inntöku í leiklistarskóla sem heiti ROSE BRUFORD sem staddur er í Kent í útjaðri LONDON......Þriggja ára leiklistarnám.
Jeiiiiiiiiii
Þannig að
Stay tuned
fimmtudagur, mars 30, 2006
föstudagur, mars 24, 2006
Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað
Ekki á að skilja fyrirsögnina sem svo að ég sé eitthvað rosalega bömmd át....alls ekki, hef bara aldrei prófað að hafa svona skáldlega fyrirsögn:p
Ég lofaði því einhvern tíman um daginn að opinbera það hver ég er....þ.e.a.s. hver http://leikari.blogspot.com sé. Einhverja hluta vegna hef ég ekki gert það og ætlaði mér svosem aldrei að opinbera það þegar ég byrjaði með þessa síðu fyrir þrem árum síðan.....En ég semsagt heiti Matthías Freyr Matthíasson og er ég 26 ára gamall. Kem upprunalega ofan af skaga og hef þvælst á milli nokkura bæjarfélaga síðan ég varð unglingur.
Síðatliðin ár hef ég haft atvinnu af því að vinna með börnum og unglingum, sem og menningarlegu starfi með ungu fólki. Ég er pólitískur eins og fram hefur komið á þessari síðu, er samfylkingarmaður og er í stjórn ungra jafnaðarmanna. Ég er með leiklistarmaníu á háu stigi og draumurinn er að fá tækifæri til þess að læra það fag. Hef ég sótt 4 sinnum hér heima og ekki komist inn, og hef því tekið þá ákvörðun að reyna ekki aftur hér heima. Í staðinn er ég að sækja um í bretlandi og vonandi getur það gengið upp. Er reyndar skíthræddur við það, það er eitthvað ógnvekjandi við það að hugsanlega flytjast til útlanda en það eru líka ákveðin tækifæri í því.
Annars er bara gaman að lifa og ég er sáttur við guð og menn, og dagar lífs míns hafa engum lit glatað.
þannig að
Stay tuned
Ps: ætti ég að breyta undirskriftinni? Er búinn að vera með þessa nokkuð lengi, segið álit ykkar í commentum
Ekki á að skilja fyrirsögnina sem svo að ég sé eitthvað rosalega bömmd át....alls ekki, hef bara aldrei prófað að hafa svona skáldlega fyrirsögn:p
Ég lofaði því einhvern tíman um daginn að opinbera það hver ég er....þ.e.a.s. hver http://leikari.blogspot.com sé. Einhverja hluta vegna hef ég ekki gert það og ætlaði mér svosem aldrei að opinbera það þegar ég byrjaði með þessa síðu fyrir þrem árum síðan.....En ég semsagt heiti Matthías Freyr Matthíasson og er ég 26 ára gamall. Kem upprunalega ofan af skaga og hef þvælst á milli nokkura bæjarfélaga síðan ég varð unglingur.
Síðatliðin ár hef ég haft atvinnu af því að vinna með börnum og unglingum, sem og menningarlegu starfi með ungu fólki. Ég er pólitískur eins og fram hefur komið á þessari síðu, er samfylkingarmaður og er í stjórn ungra jafnaðarmanna. Ég er með leiklistarmaníu á háu stigi og draumurinn er að fá tækifæri til þess að læra það fag. Hef ég sótt 4 sinnum hér heima og ekki komist inn, og hef því tekið þá ákvörðun að reyna ekki aftur hér heima. Í staðinn er ég að sækja um í bretlandi og vonandi getur það gengið upp. Er reyndar skíthræddur við það, það er eitthvað ógnvekjandi við það að hugsanlega flytjast til útlanda en það eru líka ákveðin tækifæri í því.
Annars er bara gaman að lifa og ég er sáttur við guð og menn, og dagar lífs míns hafa engum lit glatað.
þannig að
Stay tuned
Ps: ætti ég að breyta undirskriftinni? Er búinn að vera með þessa nokkuð lengi, segið álit ykkar í commentum
miðvikudagur, mars 22, 2006
London....Glasgow.....Bristol....here i come:)
Jæja....nú er minns loksins að láta verða að því sem minns er búinn að vera að tala um síðan minns var 20 ára gamall ( úff....það eru 6 ár síðan ) Ég er að fara til London...Glasgow og Bristol í inntökupróf í leiklistarskóla þar. Síðan er Rose Bruford hér um helgina með inntökupróf og ætla ég að mæta í það, síðan veit ég ekki hvað verður með LAMDA, hvort að ég bíði með það þangað til að þeir koma eða noti tækifæri og fari þangað í sömu ferðinni.
Þetta miðast auðvitað allt við það að tímasetningarnar mínar passi við þeirra, er búinn að fá svar frá Royal Scottish school of music and drama og East15 um að ég geti komið á þeim tíma sem hentar mér þannig að nú er ég að bíða eftir svari frá Bristol Old Vic.
I´ll keep you posted
Þannig að
Stay tuned.
Ps: það er sko allt annað en létt mál að geta flutt Hamlet eins og á að flytja Hamlet...þ.e.a.s. á ensku. Þessii texti er fáránlega erfiður
Jæja....nú er minns loksins að láta verða að því sem minns er búinn að vera að tala um síðan minns var 20 ára gamall ( úff....það eru 6 ár síðan ) Ég er að fara til London...Glasgow og Bristol í inntökupróf í leiklistarskóla þar. Síðan er Rose Bruford hér um helgina með inntökupróf og ætla ég að mæta í það, síðan veit ég ekki hvað verður með LAMDA, hvort að ég bíði með það þangað til að þeir koma eða noti tækifæri og fari þangað í sömu ferðinni.
Þetta miðast auðvitað allt við það að tímasetningarnar mínar passi við þeirra, er búinn að fá svar frá Royal Scottish school of music and drama og East15 um að ég geti komið á þeim tíma sem hentar mér þannig að nú er ég að bíða eftir svari frá Bristol Old Vic.
I´ll keep you posted
Þannig að
Stay tuned.
Ps: það er sko allt annað en létt mál að geta flutt Hamlet eins og á að flytja Hamlet...þ.e.a.s. á ensku. Þessii texti er fáránlega erfiður
mánudagur, mars 20, 2006
Inntökuprófsferlið eins og það lagði sig
ákvað að setja ferlið hér inn, ykkur til fróðleiks og skemmtunar
10 Mars 2006. Fyrsti dagurinn af nokkrum vonandi í inntökuprófum LHÍ.
Klukkan 07:40 vaknaði ég heima hjá Halla frænda eftir tæplega þriggja tíma svefn. Ágætis spenna kominn í magann og eftirvænting fyrir því sem var framundan, 4 og síðasta tilraun mín til þess að komast inn í Leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þetta leggst vel í mig hugsa ég þegar ég er að ganga úr bílinum að skólanum, hef aldrei verið jafn vel undirbúinn og þeir fjórir mónólógar sem ég hef verið að æfa undanfarna daga steinliggja hjá mér. Samt er það eitthvað sem veldur mér óörryggi, er að reyna í 4 skiptið að komast inn og að ganga í gegnum þetta ferli vitandi það að síðustu tvö skipti hef ég komist í þennan alræmda lokahóp.
Morguninn byrjaði á leikfimi. Hef sjaldan verið jafn þreyttur eftir hlaupin sem voru í morgun en mikið rosalega var þetta gaman☺ Þarna voru fólk sem hafa bæði verið með mér áður sem og krakkar úr stúdó og gaman að geta tekið þátt í þessu með þeim, þarna voru t.d. Kári, Adda, Jóhanna, Gauti ofl.
Eftir leikfimina sem tók klukkutíma að þá tók við smá bið hjá mér, þar sem ég var nr 15 í röðinni að komast fyrir framan inntökunefndina sem í þetta var skipuð, Stebba Jóns, Hilmari Odds, Snæju og Anio Freyju. Þegar loksins kom að mér að þá var ég beðinn um að velja annann af tveim monologonum sem ég átti að flytja, ég valdi Hamlet og þau völdu Brim. Ég byrjaði á Hamlet og gekk það vel fyrir utan textaklikk sem samt stoppaði mig ekki en aðeins sló niður í tempóinu mínu. Og síðan var komið að Brim og það gekk þetta líka skínandi vel, þau hlógu og gáfu mér þannig feedback að ég get ekki annað en verið hress með það. Samt er það alltaf þannig að þessu litlu hlutir sem eru að bögga mann eins og þetta textaklikk, en það verður ekki það sem ákvarðar hvort ég komist inn. Síðan hittust nokkrir krakkar á prikinu eftir þetta í dag, og það var bara hresst.
Kom ég heim og fór að sofa alveg búinn á því, síðan kemur það bara í ljós á mánudagsmorgun hvort að maður komist í næsta þrep. Ég vona það svo sannarlega, ég tel að ég eigi það skilið og ég hugsa að það yrði sárara en hin skiptin ef ég kæmist ekki áfram í næsta þrep.
Meira vonandi á mánudaginn.
Mánudagurinn 13-03-06.
Jæja þá er það komið í ljós hverjir komust áfram og er ég einn þeirra og er það mikill léttir. Einnig er það virkilega gaman að við erum 15 úr stúdentaleikhúsinu sem komumst áfram og Susie komst líka áfram þannig að þetta er bara æðislegt. Síðan fær maður að vita vonandi á morgun hvaða dag maður á að mæta og hvað maður eigi að gera. Þannig að meira um þetta ferli þegar ég er búinn í þessu þrepi.
Föstudagurinn 16-03-06.
Vaknaði í dag klukkan 06:45 og fór í sturtu og gerði mig kláran í það að fara í annað þrepið í inntökuprófunum. Hafði farið í gærkvöldi ásamt Susie að hitta Jakob Þór og hafði hann gefið okkur nokkuð góð tips. Ég hitti Kára í Björnsbakarí þar sem við ræddum málið og hvernig okkur litist á daginn. Prófin byrjuðu rúmlega átta með upphitun í umsjón Ólafar danskennara og var það massa púl í 1 og ½ tíma. Hlaup og hopp og samvinna með öðrum ofl ofl. Síðan var tíu mínútna pása og svo var farið í spuna vinnu með Steinunni Knútsdóttur leikara og leikstjóra og var hún að vinna með status vinnu með okkur .þ.e.a.s. fókus frá 0 – 10. Það er varla hægt að útskýra það í rituðu máli. Eftir þessa spunavinnu að þá var komið að eintölunum okkar og er óhætt að segja að maginn á mér hafi ekki tekið vel í það að vera í einhverji spennu því að hann lét óspart vita af sér á meðan ég var að bíða eftir því að það kæmi að mér. En ég beið semsagt í einn og hálfan tíma áður en ég fór inn til dómnefndar, þegar þar var komið að þá biðja þau mig um að fara með Pétur Gaut. Ég segi ekkert mál og byrja bara eins og ég hef lagt hann, allt í einu stoppar Stefán mig og biður mig um að flytja textann á meðann ég sé að hoppa og það af fullum krafti!!! Ég byrja að hoppa og flytja textann og á meðan er Stebbi að kalla á mig að tala hærra og hoppa hærra og síðan segir hann hættu að hoppa og byrjaðu að hlaupa og “segðu okkur textann eins og þú sért að flytja hann, sjáðu myndirnar fyrir þér” og ég var alveg BÚINN á því að þá er mér sagt að koma og beint fyrir framan nefndina og byrja upp á nýtt og flytja textann. Ég geri það móður og másandi og er kominn vel á skrið, að þá er ég beðinn um að fara yfir í Hamlet og ég gerði það.
Erfiður dagur og tvímælalaust einn sá erfiðasti sem ég hef gengið í gegnum í svona dæmi, þegar þetta er ritað er ég alveg búinn í skrokknum og er drulluþreyttur. En ég fæ að vita á mánudaginn hvort að ég komist þriðja árið í röð í þennann blessaða lokahóp og nú vonar maður bara það besta. Ég allavegna er sáttur við framistöðuna í dag.
Mánudagurinn 20-03-06.
Jæja...ég fékk það svar í morgun á e-maili að skólanum þætti leitt að tilkynna mér það að hann gæti ekki orðið við ósk minni um skólavist á vetri komandi, eins og það var orðað í bréfinu. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég hafi ekki orðið svekktur en svona er þetta nú einu sinni. Guð hefur greinilega einhver önnur plön fyrir mig og verð ég bara að sætta mig við það. Er ég nú að leggja drög að því að sækja um í skólum erlendis og er ég þá að horfa til London og Skotlands í þeim efnum.
Þannig að
Stay tuned
ákvað að setja ferlið hér inn, ykkur til fróðleiks og skemmtunar
10 Mars 2006. Fyrsti dagurinn af nokkrum vonandi í inntökuprófum LHÍ.
Klukkan 07:40 vaknaði ég heima hjá Halla frænda eftir tæplega þriggja tíma svefn. Ágætis spenna kominn í magann og eftirvænting fyrir því sem var framundan, 4 og síðasta tilraun mín til þess að komast inn í Leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þetta leggst vel í mig hugsa ég þegar ég er að ganga úr bílinum að skólanum, hef aldrei verið jafn vel undirbúinn og þeir fjórir mónólógar sem ég hef verið að æfa undanfarna daga steinliggja hjá mér. Samt er það eitthvað sem veldur mér óörryggi, er að reyna í 4 skiptið að komast inn og að ganga í gegnum þetta ferli vitandi það að síðustu tvö skipti hef ég komist í þennan alræmda lokahóp.
Morguninn byrjaði á leikfimi. Hef sjaldan verið jafn þreyttur eftir hlaupin sem voru í morgun en mikið rosalega var þetta gaman☺ Þarna voru fólk sem hafa bæði verið með mér áður sem og krakkar úr stúdó og gaman að geta tekið þátt í þessu með þeim, þarna voru t.d. Kári, Adda, Jóhanna, Gauti ofl.
Eftir leikfimina sem tók klukkutíma að þá tók við smá bið hjá mér, þar sem ég var nr 15 í röðinni að komast fyrir framan inntökunefndina sem í þetta var skipuð, Stebba Jóns, Hilmari Odds, Snæju og Anio Freyju. Þegar loksins kom að mér að þá var ég beðinn um að velja annann af tveim monologonum sem ég átti að flytja, ég valdi Hamlet og þau völdu Brim. Ég byrjaði á Hamlet og gekk það vel fyrir utan textaklikk sem samt stoppaði mig ekki en aðeins sló niður í tempóinu mínu. Og síðan var komið að Brim og það gekk þetta líka skínandi vel, þau hlógu og gáfu mér þannig feedback að ég get ekki annað en verið hress með það. Samt er það alltaf þannig að þessu litlu hlutir sem eru að bögga mann eins og þetta textaklikk, en það verður ekki það sem ákvarðar hvort ég komist inn. Síðan hittust nokkrir krakkar á prikinu eftir þetta í dag, og það var bara hresst.
Kom ég heim og fór að sofa alveg búinn á því, síðan kemur það bara í ljós á mánudagsmorgun hvort að maður komist í næsta þrep. Ég vona það svo sannarlega, ég tel að ég eigi það skilið og ég hugsa að það yrði sárara en hin skiptin ef ég kæmist ekki áfram í næsta þrep.
Meira vonandi á mánudaginn.
Mánudagurinn 13-03-06.
Jæja þá er það komið í ljós hverjir komust áfram og er ég einn þeirra og er það mikill léttir. Einnig er það virkilega gaman að við erum 15 úr stúdentaleikhúsinu sem komumst áfram og Susie komst líka áfram þannig að þetta er bara æðislegt. Síðan fær maður að vita vonandi á morgun hvaða dag maður á að mæta og hvað maður eigi að gera. Þannig að meira um þetta ferli þegar ég er búinn í þessu þrepi.
Föstudagurinn 16-03-06.
Vaknaði í dag klukkan 06:45 og fór í sturtu og gerði mig kláran í það að fara í annað þrepið í inntökuprófunum. Hafði farið í gærkvöldi ásamt Susie að hitta Jakob Þór og hafði hann gefið okkur nokkuð góð tips. Ég hitti Kára í Björnsbakarí þar sem við ræddum málið og hvernig okkur litist á daginn. Prófin byrjuðu rúmlega átta með upphitun í umsjón Ólafar danskennara og var það massa púl í 1 og ½ tíma. Hlaup og hopp og samvinna með öðrum ofl ofl. Síðan var tíu mínútna pása og svo var farið í spuna vinnu með Steinunni Knútsdóttur leikara og leikstjóra og var hún að vinna með status vinnu með okkur .þ.e.a.s. fókus frá 0 – 10. Það er varla hægt að útskýra það í rituðu máli. Eftir þessa spunavinnu að þá var komið að eintölunum okkar og er óhætt að segja að maginn á mér hafi ekki tekið vel í það að vera í einhverji spennu því að hann lét óspart vita af sér á meðan ég var að bíða eftir því að það kæmi að mér. En ég beið semsagt í einn og hálfan tíma áður en ég fór inn til dómnefndar, þegar þar var komið að þá biðja þau mig um að fara með Pétur Gaut. Ég segi ekkert mál og byrja bara eins og ég hef lagt hann, allt í einu stoppar Stefán mig og biður mig um að flytja textann á meðann ég sé að hoppa og það af fullum krafti!!! Ég byrja að hoppa og flytja textann og á meðan er Stebbi að kalla á mig að tala hærra og hoppa hærra og síðan segir hann hættu að hoppa og byrjaðu að hlaupa og “segðu okkur textann eins og þú sért að flytja hann, sjáðu myndirnar fyrir þér” og ég var alveg BÚINN á því að þá er mér sagt að koma og beint fyrir framan nefndina og byrja upp á nýtt og flytja textann. Ég geri það móður og másandi og er kominn vel á skrið, að þá er ég beðinn um að fara yfir í Hamlet og ég gerði það.
Erfiður dagur og tvímælalaust einn sá erfiðasti sem ég hef gengið í gegnum í svona dæmi, þegar þetta er ritað er ég alveg búinn í skrokknum og er drulluþreyttur. En ég fæ að vita á mánudaginn hvort að ég komist þriðja árið í röð í þennann blessaða lokahóp og nú vonar maður bara það besta. Ég allavegna er sáttur við framistöðuna í dag.
Mánudagurinn 20-03-06.
Jæja...ég fékk það svar í morgun á e-maili að skólanum þætti leitt að tilkynna mér það að hann gæti ekki orðið við ósk minni um skólavist á vetri komandi, eins og það var orðað í bréfinu. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég hafi ekki orðið svekktur en svona er þetta nú einu sinni. Guð hefur greinilega einhver önnur plön fyrir mig og verð ég bara að sætta mig við það. Er ég nú að leggja drög að því að sækja um í skólum erlendis og er ég þá að horfa til London og Skotlands í þeim efnum.
Þannig að
Stay tuned
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)