Veraldarlegt drasl
Er búinn að vera að velta hlutum fyrir mér, hvað er það sem gerir það að verkum að maður verður heltekinn á því að þurfa að eiga allt það flottasta og bestasta.
Eins og með mig, hér áður fyrr að þá "þurfti" ég að eiga flottan bíl, fallega konu og nóg af pening til þess að allt yrði ok fattiði, og skipti þá engu máli að ég gat ekki borgað reikningana og var með fullt af lögfræðingum á bakinu og drasl, allt það skipti engu máli svo lengi sem allt væri "ok" útávið.
Í dag að þá horfi ég á líf mitt, og jú ég á flottan og góðan bíl, enga konu, nóg af skuldum og það skiptir mig engu máli, því að ef ég á ekki í góðu sambandi við foreldra mína og vini og fjölsk, ef ég er ekki að sinna vinnunni minni, ef ég er ekki heiðarlegur við fólkið í kringum mig að þá bara einfaldlega er ég ekki í góðum málum.
Það sem ég er að reyna að segja er það að allt það veraldlega skiptir mig minna máli í dag einhvernveginn, það sem skiptir mig máli er það að ég sé að sinna mér andlega, sé góður við fólkið í kringum mig, borga reikningana mina á réttum tíma, sinni vinnunni minni heiðarlega, sé heiðarlegur og komi vel fram við það fólk sem ég mæti á lífsgöngu minni.
En eins og allir að þá er ég ekki fullkominn og geri því mistök eins og aðrir, en ef ég læri af mistökunum, haga mér í samræmi við mína lífsstefnu að þá getur mér ekki annað en farið fram.
Læt þetta duga í bili af heimspekiliegum pælingum mínum, óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Mér þykir vænt um ykkur
Þannig að
Stay tuned
fimmtudagur, desember 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli