Nýjar fréttir
Það er soldið síðan ég skrifaði eitthvað af viti hér ( er ekki viss um að ég hafi gert það einhverntíman ) þannig að ég ætla að reyna að bæta úr því.
Það er nóg hjá manni að gera, eftir fínt páskafrí að þá er maður búinn að vera að skipuleggja ýmsa viðburði hér í H-húsinu sem eiga að koma til framkvæmda í sumar og haust. Það fyrsta ber að nefna útgáfu á tímariti sem á að gefa út á þriggja mánaða fresti, fyrsta tölublaðið á að koma út 1 júlí.
Síðan tókum við okkur til og buðum Verahvergisbúum í grill á sumardaginn fyrsta, já meðan ég man gleðilegt sumar
Grillið tókst frábærlega, fengum rúmlega 200 gesti í heimsókn og svaka stemmari, ekki verra að veðrið var eins og best er á kosið.
Síðan er leikarinn að fara í uppskurð einherntíman á næstu dögum/vikum/mánuðum er ekki alveg kominn með það á hreint, get ekki sagt að það sé eitthvað sem mig hlakkar til að gera en það er vonandi að það gangi allt að óskum.
Ég verð að minnast á ungmennaráðið sem er starfandi hér í H-húsinu og er mér innan handa, þetta eru algjörir snillingar og ég gæti þetta ekki án þeirra hjálpar.
Ég var með forstöðumannfund hér í gær, en þá komu hinir forstöðumenninir/konunar og áttum við góðan og gagnlegan fund.
Ég er enn að bíða með að mega upplýsa um þennan stóra viðburð sem ég er að fara að gera, mun gera það á næstu dögum....en núna á ég von á Braga & Emmý & Garðari Snæ í heimsókn........
Þannig að
Stay tuned
sunnudagur, apríl 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli