þriðjudagur, ágúst 26, 2003

GILDUR LIMUR Í RÍÐINGAFÉLAGI FÆREYJA!!!!!!!


Nú eru væntalega einhverjir að velta fyrir sér þessari fyrirsögn, en málið er það að ég er nýkominn frá færeyjum og það er reyndar líka ástæða þess að ég hef ekkert skrifað hé í rúma viku gott fólk og er það ekki nógu gott sko. En ég reyndar er ekki búinn að klúðra þessu tækifæri og markmiði mínu, .þ.e.a.s. að verða vinsælasti bloggari landsins á tveim vikum, því í raun eru bara búnir 6 dagar af þessu, þar sem ég er búinn að vera að skrifa.


En aftur að fyrirsögni og byrjunin á þessari ferðasögu. Ég semsagt fór til Færeyja í þeim tilgangi að vinna og að fara á landsleikinn Ísland Vs Færeyjar. Á miðvikudeginum fór ég til Þórshafnar og fór á pizza 67 ( já það er pizza 67 staður þar) og þar hitti ég fullt fullt af íslendingum og meðal annars Guðmund sem er íslenskur kokkur, er yfirkokkur á stærsta hóteli Færeyja og einnig er hann vinsælasti sjónvarpskokkur þar í landi. Guðmundur var að segja mér orð í færeysku ( ég dobble tékkaði hvort hann væri að steypa í mér með því að tala við mágkonu mína sem er færeysk) Og þú getur orðið gildur limur í ríðingafélagi færeyja sem er hestamannafélag færeyja:)

En að landsleiknum, hann var hörmulegur og í enga staði ásættanleg framistaða íslenska landsliðiðsins, ef þeir ætla að spila svona á móti Þýskurum að þá töpum við 30-0 eða eitthvað. En það er annað sem fór í taugarnar á mér og það er það að það koma FULL RÚTA af fólki úr bankanum á leikinn, og þau sátu í sætum sínum allann fokking leikinn án þess að láta heyrast múkk úr börkunum á sér!!!!!!!

Ef þú ert á annað borð að koma á leik með landsliði Íslands í útlöndum ( Já Færeyjar eru útlönd ) að þá styðuru liðið með hrópum og köllum, eins og þú eigir líf uppá þessum leik kominn, en þetta er mín skoðun.

Ég nenni ekki að skrifa meir í bili.

Þannig að...........

Stay Tuned

Engin ummæli: